Heimasíða Ásgarðs

20.10.2009 01:06

Stóðið ormahreinsað


Völva Hróksdóttir orðin stór og stæðileg.

Tókum okkur til í dag og ormahreinsuðum öll folöldin,mæður þeirra og trippin.
Þau koma svo aftur inn eftir cirka 7-10 daga í seinni ormalyfsgjöf til að ná þeim ormum sem enn eru egg og óklakin.
Eggin drepast ekki við ormahreinsun.
Það er ein góð leið til að rjúfa ormasmit í ungviðinu.
Þá verða tekin úr þeim hársýni (litföróttu:) og þau verða örmerkt og dna testuð.

Sóttum svo Biskup og vinkonur hans sem voru á öðrum bæ í hagagöngu ekki langt frá.
Skelltum múl á gamla skápinn (Biskupinn:) og svo keyrði Hebbi bara eins hratt og klárinn dró og dömurnar hans fylgdu honum á fullri ferð á eftir.
Ég þóttist ætla að vera labbandi fyrir aftan og reka á þær reglulega en þess þurfti ekki.
Ég varð bara eftir og horfði á eftir strollunni hlaupa í rassaköstum á eftir bílnum!
Voðalega þægilegt að eiga við þau greyin enda flest tamin og kunna á okkur húsbændurnar.

Snót frá Ægissíðu fékk sinn ormalyfskammt í dag.

Þetta tók allt saman mettíma enda eru flest hrossin hérna þæg og stillt og við erum að verða að búin að losa okkur við hross sem eru með stæla og vesen við okkur.

Við erum orðin of gömul fyrir slagsmál og er ég vaxin uppúr svoleiðis fíflahrossum fyrir langa löngu.

Hróksbörnin eru flest óskaplega þægileg í ormahreinsun og lítið mál að mýla þau greyin og koma ormalyfi í þau.
Fyndið að sjá hve hegðun erfist sterkt og ár eftir ár eru folöldin undan honum nánast undantekninglaust fljót að stilla sig eftir að tökumúllinn er kominn á þau.
Samt sem áður eru þau sem betur fer ekki skaplaus og taka vel á gúmmíkallinum.
Sprikla alveg ógurlega og gefa sig svo.

Ég hef aldrei lent í að folald undan klárnum reyni að nota á mig fæturnar eða kjaftinn en ég hef lent í að nokkurra klukkustunda folald sparki í mig og bíti.
Það hafði lent illa í stóðhesti og flogið í gegnum rafmagnsgirðingu og var ég að bíða eftir hjálp við að lyfta girðingunni upp svo ég gæti komið því undir og til móður þess sem beið róleg hinumegin við girðinguna.

Ég teygði mig yfir vírinn og strauk hryssunni um vangann og umsvifalaust kom litla folaldið hennar með afturendann að mér og lamdi mig með afturfótunum!
Ég hló nú bara og teygði mig aftur yfir girðinguna og hélt áfram að tala við hryssuna og strjúka henni og þá límdi folaldið hennar aftur eyrun og þrusaði í mig með báðum afturfótunum!
Ég sló í afturendann á því en þá snarsneri það sér við og beit tvisvar í mig með litla tannlausa gómnum sínum:)

Ég vissi að það var bara að verja móður sína eftir atganginn í stóðhestinum sem var búinn að tæta 3 folöld í gegnum girðingar hér.
Það bar aldrei á þessu aftur hjá folaldinu og óx það og dafnaði vel.

En kjarkurinn í þessu folaldi var gríðarlegur!

Það ætlaði alveg að fórna sér til að verja mömmu sína og það var bara örfárra klukkustunda gamalt.

Ljóti týndur emoticon  ?

Enn er minkurinn laus við að ég og tíkurnar elti hann en kauði er að öllum líkindum farinn niður í fjöru.
Það er eitthvað svo voðalega mikið að gera annað en að taka göngutúr með tíkunum og ná honum Ljóta einsog við köllum hann hér á bæ.

Á morgun er það beinaskanninn inní Domus Medica og hlakkar mig til að vita hvort ég sé ekki með þokkalega beinagrind sem hangi saman í einhver ár í viðbót.
Kanski maður verði bara einsog Bonless Chicken fígúran í sjónvarpinu hehehehehehe..................!
Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér af og til ekki satt?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 539
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591716
Samtals gestir: 59628
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 06:24:28