Heimasíða Ásgarðs |
||
08.09.2009 00:35Folöldin 2009Loksins lagðist ég undir feld og kláraði að raða niður folaldamyndunum frá í sumar og skíra þau sem ekki höfðu enn fengið nafn. Fyrsta folaldið er undan henni Freistingu frá Laugarvöllum og Hrók frá Gíslabæ.Það er hún Bára frá Ásgarði. Flest folöldin undan Hrók sýna tölt og skeið fyrst og seinna þegar að líður að hausti/vetri opnast fyrir svakalega rúmt og flott brokk. Næst kemur hann Forseti frá Ásgarði og hann er undan henni Skjónu minni (Fjalladís frá Drangshlíð) og Glófaxa Parkersyni frá Kópavogi. Sá vindótt/litförótti hefur fengið nafnið Váli frá Ásgarði.Hann er undan Eðju frá Hrísum og Hrók okkar. Váli er ekki til sölu fyrst um sinn.Ég þarf aðeins að skoða hann hvort vert er að halda kúlunum í honum eður ei. Laufey er alveg svakalega forvitin með allt fólk sem kemur hingað að skoða hross og er hún fremst í flokki folaldanna að skoða mannfólkið:)Hún fer um á tölti og skeiði enn um sinn. Mér skilst á henni Eygló sem er með Draupnir og Pamelu að Draupnir sé allsvakalega spakur og tók hann uppá þessu alveg sjálfur án aðstoðar að spekjast. Pamela er undan honum Náttari Náttfarasyni þannig að þar eru á ferðinni góð gen hvað varðar ganghæfileika.Nú svo gat hver sem er farið á bak henni Pamelu og var hún stundum fengin að láni fyrir yngstu krakkana í keppnum. Draupnir átti að verða hryssa en fyrir einhvern skilmysing þá kom hún Pamela með hestfolald.En svona er nú lífið. Þrúður leynir á sér,þetta folald á eftir að sýna sig og sanna seinna meir.Það er eitthvað við þessa dömu sem mér finnst spennandi þrátt fyrir að móðirin sé ótamin og "föðurlaus" en hún kom undir á Víðidalstunguheiði seinnipart sumars 1992 og fæddist um haustið á heiðinni 1993. Nótt er undan Stórstjörnu og Hrók. Nótt fæddist alveg bikasvört og höfum við kallað hana stundum Svörtu Perluna en aðeins hafa hárendarnir í faxi og tagli lýst upp.Nótt fæddist með algjörar köngulóarfætur og óð um á tölti og skeiði.Hún var með þvílík blá augu fyrst sem hafa svo dökknað. Hún er mitt uppáhalds folald í ár enda með afbrigðum fallega byggð og standreist.Hún er líkt og alsystur sínar Rjúpa og Hefring í ganglagi og byrjar líf sitt á tölti og skeiði. Það er komin aðeins reynsla með Rjúpu stóru systir sem reiðhross og hef ég ekki áhyggjur af því að Völva og Hefring komist ekki áfram og verði traustar sem reiðhross því ekkert haggar henni Rjúpu minni og um daginn hengdi ég nokkur ung tryppi utaná hana og fékk hún góða einkunn fyrir frammistöðuna en sum voru algjörir ólátabelgir vægast sagt. Valva er komin á sölulsitann því ekki þarf ég á að halda þremur alsystrum þó mig dauðlangi til að eiga hana Völvu líka.Nú svo er Mön með eitt á leiðinni undan Astó frá Heiðarbrún:) Skinfaxi er undan Sokkudís og Draum frá Holtsmúla. Hann er staddur með mömmu sinni uppí Borgarfirði og ég veit ekki enn hvernig ganglagið er í honum en það ætti að vera í lagi:) Systir hans sammæðra Vænting (Glymsdóttir:) var í fyrsta sæti á Folaldasýningu Mána 2006 og var svo valin glæsilegasta folaldið af 32 folöldum. Þetta eru folöldin í ár og er ég ánægð með þau öll að tölu.Það er mikils vert að fá þau heilbrigð í heiminn og engin slys og nú krossa ég bara putta að það haldist þannig áfram. Hafið það gott elskurnar mínar:) Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is