Loksins fór að rigna á okkur en haustbeitin er stórskemmd vegna þurrka.Hrossin éta ekki sölnað grasið heldur rölta á milli grænna bletta og naga þá frekar en hitt. Við höfum aldrei séð annað eins og vonandi að þessi langþráða rigning geti eitthvað bætt úr. Ég á Sudda teymi Biskup og Geisli utaná. Eygló á Rjúpu Hróks og Gunnhildur á Lilla sínum. Mynd Boggi:)
En að öðru skemmtilegu. Hér er riðið út og hrossin þjálfuð af krafti.Ég og frænka náðum að plata hana Eygló vinkonu með okkur í reiðtúr í gær og einsog myndin sýnir þá var sko gaman hjá okkur dömunum .
Ég er líklega hætt að fara á hann Biskupinn minn og er það miður.
Þetta er besti reiðhestur sem ég ef átt en nú er eitthvað að í okkar sambandi og hættum við saman um daginn eftir smá áflog.
Hann var settur á válistann ekki nema 15 vetra gamall og sýnist óbilaður í fótum en eitthvað er að honum kallinum.
Kannski frekja/kvíði en ég ætti nú að þekkja hann það vel að ég er næstum viss um að eitthvað annað og meira en frekja er að hrjá hann blessaðann.
Ég ákvað að taka hann af válistanum í gær en hann nýtist frábærlega vel í að teyma utná honum trippi og annað dót.
Það er nú heilmikið að eiga góðan hest í það þannig að hann er kominn á gráa svæðið og ef hann heldur áfram að vera svona prúður og stilltur í þessu hlutverki þá má hann alveg vera til áfram.
Hann hefur margra ára reynslu í þessu hlutverki og kann þetta allt saman mjög vel. Við skelltum okkur í höfuðborgina með hana Snót Prinsdóttur um daginn en hún var nýlega komin frá honum Glófaxa Parkersyni.
Það er altaf gaman að hitta Björgvin dýralækni og einsog alltaf þá reytti hann af sér hvern brandarann á fætur öðrum.
Þó maður komi í góðu skapi til hans þá er skapið enn betra þegar að maður fer frá honum.
Bíddu.......................þetta minnir eitthvað á það sem maður heyrði stundum í skólanum...........Kennarasleikja.............kennararsleikja hehehehehe.............. .
En af henni Snót er það að frétta að hún var komin með agnarlítið 18 daga gamalt fyl í sig! Innilega til hamingju Corinna and family .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.