
Loksins rann upp dagurinn sem margir biðu eftir en þann 15 Júlí opnaði ég fyrir sölu á fyrstu kanínuungunum.
Ég og hún Gunnhildur frænka voru ekki alveg búnar að tattúvera í eyrun á öllum en þó vorum við komnar langt áleiðis með Loop ungana.
Þeir ungar sem keyptir voru fengu þá bara tattú við afhendingu þannig að nú fara þeir til nýrra eigenda löglega merktir og geta tekið þátt í hvaða kanínusýningum í heimi sem er.
Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að ala upp hópinn í ár en ég held að lausnin við að missa sem fæsta unga sé fólgin í því að leyfa þeim að vera eins lengi hjá mæðrum sínum og hægt er.
Málið er nefnilega það að læðurnar eru að mjólka miklu lengur en maður heldur og er það rosalegt sjokk fyrir ungana að fara frá mæðrum sínum of snemma.
Ég tel það vera algert lágmark að þeir nái 8 vikna aldur áður en þeir yfirgefa móður sína en læðurnar eru enn að mjólka í ungahópana sína hér á þessum aldri.
Byggið íslenska frá Svan í Dalsmynni er að þrælvirka.
Eina sem ég klikkaði á var að fóðra dýrin aðeins of mikið fyrir pörun þannig að sumar læðurnar voru ekki að koma með nema 3 unga í goti.
Þau got eru reyndar afskaplega falleg með feitum og pattaralegum ungum.
Stærri gotin verða með minni ungum líkt og er hjá kindum sem eru með þrílembinga og einlemburnar eru með stór og pattaraleg lömb líkt og ungi 9609 er en hann seldist á Stokkseyri í gær.

Algjör rúsínu bolla enda einbirni og sat að allri mjólkinni einn
.

Are you talking to me
.I am all ears
.

Loop ungar að fíflast í Fíflunum.
Við bjuggum til stórar ungastíur og kemur það mjög vel út að hafa nokkra unga saman og gefa gott hey,Bygg að vild og reyta svo Fíflablöð daglega í þær.
Farin út í heyskap!!!!