
Hér á Garðskagatánni er þvílík veður blíða að það hálfa væri helmingi of mikið!
Fjaran okkar er ekki lengur kölluð fjara heldur sólarströnd og hingað koma allskonar kroppar og stunda sjóböð og sleikja sólina af miklum móð á milli þess sem þeir henda sér í sjóinn og taka hraustlega á því.
Bara gaman að sjá allt þetta hressa fólk hér fyrir nokkrum dögum.

Kanínu ungarnir dafna vel og eftir viku mega ungarnir fara frá mæðrum sínum.
Reyndar er alltaf svolítill titringur í manni þegar að mæðurnar eru teknar frá en sumir systkinahóparnir eru ekki alveg að þola það.
Ég þurfti að setja 2 læður til baka og vonandi rétta ungarnir þeirra aftur úr kútnum.
Nú svo kom hann Elli járningarmaður og skellti járnum undir 3 hross og var snöggur að því.
Fór sér samt að engu óðslega og var rólegheitin uppmáluð.
Gaman að sjá svona menn vinna sem fara rólega en vinna samt hratt og vel.
Hrossin verða líka svo mikið auðveldari fyrir vikið og rólegri.
Í gær kom svo vinnukrafturinn okkar sem verður hér eitthvað á meðan að við erum að heyja.
Við vorum svo heppin að fá aftur hana Gunnhildi frænku úr Borgarfirðinum og kom hún með 2 hross með sér.
Nú auðvitað drifum við okkur á hestbak í dag og fór hún á hann Geisla sinn sem er nú algjör Biskupa týpa.
Sá var sko að missa af strætó megnið af reiðtúrnum hehehehe.......
Ég var ekkert smá ánægð með sjálfa mig þegar að ég fór í reiðbuxurnar mínar en ég hef sko staðið vel við áramóta heitið að borða heilnæmara fæði og ná þannig af mér kílóunum.
10 kg eru fokin síðustu 6 mánuði og það fann ég vel á buxunum mínum í dag.
Nú er bara að tosa næstu 10 kg af í rólegheitunum
Við erum byrjuð að slá og fyrsta túnið sem slegið var er Lambastaðatúnið.
Það er svo mikið gras á því að það er nánast ófært nema að setja traktorana í fjórhjóladrifið!
Náði ykkur hnéhnéhné.............
Nei".......án gríns þá er rosalega mikið gras á Lambastöðunum í ár og það verður gaman að vita hvað kemur af rúllum af því.
Reyndar erum við með stærri rúlluvél en vanalega og ef ég þekki minn kall rétt þá á hann sko eftir að troða alveg rosalega í nýju Krónuna sem er Krone 130.
Kallinn vill ekkert annað því hann er orðinn sérfræðingur í að gera við þær og gerir það bara útí á túni.
Nú svo geta þær endalaust tekið við heyi og heygæðin eru flott í rúllunum þegar að vel er troðið í.
Farin í háttinn,nú má ekkert slóra við tölvu því heyskapurinn er hafinn hér á bæ
Bremmmsssssss...........
!!!
Steingleymdi að biðja ykkur um að líta í kringum ykkur eftir albinóa hestfolaldi sem ég er með kaupanda að!
Og þið hin öll sem hafið sent mér hross til að setja á sölulista,ég er ekki búin að gleyma ykkur.
Þau eru bara orðin svo rosalega mörg að ég kem þeim ekki á bloggið.
Ég læt vita reglulega af þeim þegar að ég sé fyrirspurnir um þær hestgerðir sem ég er með í sér albúmi frá ykkur.
Litir eru rosalega auðseljanlegir út og stundum finnst manni vanta metnað hvað varðar ræktun litahrossa en einn og einn er þó að reyna að vinsa úr vænleg hross í litum og rækta þau áfram.
Verst hvað þetta tekur langann tíma og í hvert sinn sem hæfileikaríkt og flott litahross birtist almenningi þá er það selt úr landi.
Svona er nú lífið..........dæs............