Heimasíða Ásgarðs

28.06.2009 22:48

Astró frá Heiðarbrún mættur:) 27/6


Astró búinn að sjá dömurnar.

Þá er hann mættur í Ásgarðinn hann Astró og ekki var hann lengi að drífa sig í verkin og fann hann strax tvær dömur sem höfðu mikinn áhuga á að stofna til vinskaps við hann.

Mön sem kastaði þann 15 Júní síðastliðinn var akkúrat tilbúin og náði honum á undan henni Stórstjörnu sem beið prúð og stillt þartil kom að henni í röðinni.

Þú ert svo sæt Mön.............emoticon

Vonandi fæ ég merfolald undan þeim  emoticon .

Í dag 28 Júní gerði hún Skeifa Piltsdóttir sig líklega til lags við hann en annaðhvort er hún að byrja í hestalátum eða enda.

Líklega er hún að byrja því hún var ögn blíðari við Astró í dag heldur en í gær.

Þessi mynd var tekin í gær emoticon

Hrókur unir sér vel fyrir ofan veg með sínum dömum og veit ég ekki af honum þar.

Veðrið er búið að vera frábært síðustu daga og nú bíður maður bara rólegur á meðan grasið sprettur á túnunum.

Það á að rigna (lítlsháttar) næstu daga og góður hiti með því þannig að sprettan verður frábær í ár en ekki veitir af að fá sem mest af hverju túni því nógu var áburðurinn dýr í ár!!! 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 280
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535441
Samtals gestir: 57060
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 12:13:08