Mig vantar fallegt kvenlegt nafn úr Goðafræðinni á þessa dömu sem er undan Mön og Hrók. Einhverjar tillögur kæru lesendur mínir . Fleiri folaldamyndir birtast fljótlega .
Röskva frá Ásgarði skal það vera!
Röskva: er systir Þjálfa. Hún fylgir Þjálfa sem þjónn Þórs. Foreldrar hennar og Þjálfa unnu sér það til lífs að bjóða Þór að fá þau í stað sem þjóna.
Takk æðislega fyrir öll nöfnin sem verða sett í nafnabankann og notuð svo fyrir folöldin .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.