Haldinn var á Hvanneyri þann 13 Júní Kanínudagurinn og þangað stormaði ég með 3 kanínukalla með mér svo fólk gæti barið augum hvað ég er að gera og rækta á mínu kanínubúi.

Kermit Castor Rex.

Gulli Orange Rex.

Gassi gamli Loop (Holdakanína)
Nú svo hélt ég líka smá fyrirlestur um mitt kanínulíf og held ég barasta að fólk hafi verið ánægt með þetta hjá mér.
Þessi dagur var rosalega vel heppnaður og margt var um manninn og mikið að sjá og skoða fyrir fólk.

Pelsar af Rex kanínum.

Pelsar af Loop kanínum.
Aðalsprautan varðandi þennan dag var hún vinkona okkar hér á blogginu hún Loðkanínu Sigrún.
Þetta er nú meiri dugnaðarforkur þessi stelpa og mikið í hana spunnið!

Angóra kanínurnar hennar Sigrúnar.Hún á líka hvítar.
Hún er með síðustu Angórakanínurnar (líklega einn aðili annar líka á landinu) sem til eru í landinu og ef ekkert verður að gert þá deyr þessi stofn út!!!!
Mér finnst þetta alveg hrikalegt því það er hægt að vinna svo mikið af Angórakanínunni og er það þá helst fiðan af henni sem er að gefa vel af sér í ýmisskonar handverk.
Ef einhver þarna úti lumar á Angórakanínum eða jafnvel blendingum þá endilega hafið samaband við hana Sigrún í þetta netfang:
islandur@yahoo.com

Spunnið úr fiðunni frá Sigrúnu.
Allt sem að Sigrún nær að framleiða er fyrirfram uppselt til handverkskvenna í Ullarselinu á Hvanneyri og þó að fleiri vilji kaupa fiðu þá er hún hreinlega ekki til í landinu.
Á fundinn kom merkur maður hann Jón í Vorsabæ 86 ára gamall og lét það ekki eftir sér að halda heillanga ræðu og var mikið gaman að fá að hitta þennan fróða,þrælskýra og skemmtilega mann.

Jón í Vorsabæ.
Hann er gamall kanínubóndi og má muna tímana tvenna og allt hans kanínulífshlaup hefur verið ansi spennandi og merkilegt.
Í lok dagsins var stofnað nýtt Kanínufélag KRÍ (Kanínuræktarfélag Íslands)og voru stofnendur 13 talsins.

Nýja stjórnin ásamt Jóni í Vorsabæ.
Takk fyrir daginn allir sem ég hitti á Hvanneyri..........Þetta var langur en frábær dagur.......
.