
Eðja frá Hrísum kastaði um 14:00 í dag og fékk ég vindóttan strák svaklega flottan.
Ég þori ekkert að segja um hvort hann er litföróttur því það er ill sjánlegt á þessum lit svona snemma.
Samt sá ég grá hár þegar að ég renndi puttunum í gegnum feldin en það getur nú bara verið þessi venjulegi vindótti litur undir folaldahárunum.
Eðja var alveg búin eftir þessa köstun og var ég nokkuð stressuð í dag/kvöld útaf henni.

Þreytt mæðgin að leggja sig.
Hún var af og til að leggjast niður og þá lagðist hún alveg flöt einsog dauð væri.
Átlyst er samt í góðu lagi en einhver ónot eru í henni og sýnir hún það glöggt með því að narta af og til í kviðinn aftarlega og sparka pirruð niður með framfót.
Hún losaði sig við hildirnar á eðlilegum tíma þannig að þær eru frá.
Ég kom henni úr hólfinu þarsem hún kastaði og í skjól við hesthúsið sem er opið fyrir þær sem vilja.
En það er nú svo skrítið með hross sem hafa aðgang að opnu húsi að þau fara frekar undir húsvegginn heldur en inní húsin.
Þau hljóta að vita hvað þeim er fyrir bestu.
Þá eru bara 3 hryssur ókastaðar og eru það Litla-Löpp,Mön og Sokkadís sem verður síðust af þeim enda fékk hún ekki stóðhest fyrren í Júlí.
Smá viðbót.
Ég vakti til 04:00 í nótt til að fylgjast með henni Eðju minni og er hún búin að jafna sig og komin á kroppið í dag með vinkonum sínum.
Mér er mikið létt enda ekki gott að missa hryssu frá svona nýköstuðu folaldi.