
Hauskúpa að fela sig:)
Sauðburði er lokið í bili en tvær hafa gengið upp þær Karen kind og Forysta.
Ég bíð bara róleg eftir þeim.

Brynja og Hermína með öll börnin sín.
Ég er farin að hafa kindurnar lengur og lengur úti á beit enda veðrið frábært til útiveru.

Munaðarleysingjarnir hennar Tótu í loftfimleikum.
Lömbin þykjast vera farin að kroppa á milli þess sem þau fara í loftköstum í leik.
Tótulömb dafna vel í umsjá hennar Hermínu sem veit nú svosem af því að hún á þau ekki en hún leyfir þeim að súpa og sofa hjá sér.
Súpermamma hún Hermína
.