Heimasíða Ásgarðs

02.05.2009 00:18

Föken Stygg borin og Gamla Blesa 01/5

Fröken Stygg Nr.12 bar í dag á harðahlaupum um stíuna með mig á hælum sér!

Ekki datt mér í hug að hún myndi rísa á fætur með hálft lambið útúr sér en mér datt svona í hug að hjálpa því restina.

Ég náði þó að stoppa hana af og draga lambið út og snýta því duglega.

Þetta var svakalega fín gimbur og ekki leið á löngu þartil önnur birtist og datt harkalega útúr mömmu sinni sem stóð á meðan og lenti það á höfðinu og  höfuðið lenti snúið undir búknum.

Ég reif pokann utan af henni og snýtti nebbanum og brátt fór hún að anda og sýna lífsmark.
Svakalega jafnar og fallegar gimbrar.

Gamla mín 26 var sko ekkert að flýta sér að þessu og var hin rólegasta alveg endlaust með risapoka aftan í sér í kvöld.

Mig grunar að hún hafi viljað hafa "heimsendingarþjónustu" á lömbunum sínum enda endaði það þannig að ég sótti þau fyrir hana.
Fyrra lambið var myndarinnar hrútur og það síðara nett og falleg gimbur.

26 er alveg rosaleg mamma og mátti sko ekki af lömbunum sínum líta:)Einstök kind hún 26 stundum kölluð Gamla Blesa.

Ég veit að ég lofaði ykkur því að það myndi eitthvað rosalegt ske í dag og það skeði!

Bara ekki hér í Ásgarðinum.

Blogga því um leið og get........forvitin ekki satt emoticon .

Þangað til verðið þið að ríghalda ykkur áfram í músina og naga blýanta/neglur elskurnar mínar emoticon .

Farin í karið og beint uppí rúm.Þreytt eftir daginn enda mikið verið að vesenast hér á bæ í kringum allar skepnurnar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593154
Samtals gestir: 59693
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 01:43:59