Dóra bar í dag tveimur vænum gimbrum.Ekki málið hjá henni Dóru,gerði þetta allt sjálf á meðan ég var að stússast í fjáhúsinu. Ég er ekki frá því að þessar gimbrar séu svolítið ásetninglegar,stórar og kraftmiklar stelpur sem voru farnar að hoppa enn blautar og nýkomnar í heiminn! Ásetningur án vafa .
Þá eru ekki nema 6 óbornar af þessum 10. Nú auðvitað hegðar maður sér einsog um stórbúskap sé að ræða og lifir sig inní hver augnablik þessa dagana í fjárhúsinu. Það kemst ekkert annað að en kindur og aftur kindur.
Hestar...............? Er það eitthvað álegg ofaná brauð??? Man ekki að hafa heyrst né séð svoleiðis skepnu hehehehe........
Þartil næst elskurnar mínar,haldið ykkur fast í músina og dettið varlega af stólnum í næsta bloggi.
Ég finn alveg á mér að það verður eitthvað rosalegt! Hmmmmmmmmm............................Held það sé kominn næturgalsi í mig Góða nótt!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.