Hermína er borin og það gekk ekki átaklaust fyrir sig.Fyrra lambið sem var stór hrútur sneri þvílíkt vitlaust inní henni og kom hann út dauður. En nett og sæt gimbur skaust útí í heiminn þegar að stóri bróðir hætti að blokka veginn. Lambadrottning mætt á svæðið .
Á meðan ég var að streða við að hjálpa Hermínu með hjálp góðra vina þá var dóttirin heima að sörfa á youtube og fann þetta líka snilldarinnar kindamyndband vóv!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.