Heimasíða Ásgarðs

25.04.2009 20:47

Gleðilegt sumar!


Gleðilegt sumar og takk fyrir liðið elskurnar mínar.
Veðrið er sannarlega að verða sumarlegra með degi hverjum og grös farin að gægjast upp í túnum og högunum.
Ég fór myndarúnt í dag og Súsý litla fékk sér sundsprett í sjónum fyrir mig og cameruna.

Bloggið er að fæðast í þessum pikkuðum orðum.
Er að elda dýrindis Roastbeef kosningarsteik sem er farin að hitna ansi mikið í ofninum!
Blogga meira seinna í kvöld!
 

Næsti daguremoticon .

Áframhald á blogginu eftir mikla vökunótt.
Ætla nú ekki að fara að tjá mig um stjórnmál en mér líst ágætlega á allt þetta nýja fólk sem inn er komið á þing.
Bara gott að fá nýtt blóð inn og gamalt út.

Ég fór rúnt í merarstóðið í gær og smellti af nokkrum bumbulínu myndum.

Heilladís frá Galtarnesi er því miður geld,hún hefur aldrei áður klikkað en auðvitað er hún farin að reskjast blessunin enda orðin 20 vetra.
Ég læt kíkja á konuverkið í henni fljótlega til að athuga hvort allt sé ekki í lagi og jafnvel láta skola hana út.
Doksi sér um að ákveða hvað sé best að gera fyrir hana.

Ég er langt í frá tilbúin til að leggja henni sem ræktunarhryssu enda er Heilladís mjög hraust og með afbragðsfínar fætur.
Þetta var alveg þrusudugleg reiðhryssa á sínum tíma og fór inná LM 2000 í unglingaflokki.

Toppa Náttfaradóttir er einnig geld og fær hvíldina í haust,Hebbi vill gefa henni sumarið og svo fær hún að fara enda orðin 25 vetra gömul.
Búin að skila 8 lifandi afkvæmum eftir að hætt var að nota hana sem reiðhross.
Hennar aðalvandræði í gegnum tíðina hefur verið að fyljast en skepnan hefur gríðarlega matalyst og blæs út einsog hvalur í holdum og það hefur tafið oft á tíðum fyrir því að hún fyljist.

Hún skilur eftir sig hér í Ásgarðinum tvær hryssur sem Hebbi minn ætlar að eiga.
Hana Hyllingu Brúnblesadóttur sem var tamin í tvo mánuði og kom bara vel út sem reiðhross.

Hylling í góða veðrinu í gær.

Það þurfti ekkert að gangsetja hana neitt sérstaklega,hún bara tölti og brokkaði einsog herforingi strax með góðum áframvilja.
Hún var alþæg og traust reiðhryssa líklega klárhross með tölti því við urðum aldrei vör við fimmta gírinn í henni,kannski leyndist hann þarna á bakvið enda Náttfari gamli afi hennar.

Hylling þurfti endilega að skemma á sér sin í afturfæti þannig að hún var bara tveggja mánaða tamin og sett svo útí stóð en ör sést enn á fætinum en meiðslin há henni ekkert í dag.

Hin hryssan sem Hebbi minn ætlar að eiga undan henni er hún Drottning Askdóttir sem Toppa kom með óvænt í fyrra.
Sú stutta er með frábært geðslag,spektist hratt og vel og er hin þægilegasta í allri umgengni.

Drottning Askdóttir.

Kallinn var svo heppinn að fá þennan líka flotta lit en hún Drottning er leirljós tvístjörnótt.

Frábærar fréttir fékk að utan í dag en hún Kirsten sem keypti Ask Stígandason pabba Drottningar er farin að ríða honum um allt og er himinlifandi með hversu jákvæður og þægilegur reiðhestur hann er.
Hún segir þetta vera ævintýri líkast að fengið þennan stóðhest og sér ekki eftir því að kaupa hann.

Hinar hryssurnar eru allar fylfullar og sú sem ætlar að gleðja okkur allrafyrst með folaldi er hún Skjóna mín (Fjalladís) en hún fékk snemma við honum Glófaxa Parkersyni frá Kópavogi.

Dísus hvað ég er spennt,krossa fingur að ég fái merfolald!!

Skjóna var eitt af mínum allra bestu reiðhrossum í mörg ár.
Hennar aðall var rosaleg yfirferð á tölti og brokki með hárri fótlyftu sem ekki þurfti að smíða í hana.

Skjóna er ein af þessum hrossum sem þú sérð ekki á básnum og labbar framhjá,hún er ekki falleg blessunin en þegar að hnakkur og maður er kominn á hana þá gerir hún meira úr sér:)

Stundum háði það henni hversu háa fótlyftu hún hafði og sérstaklega af stað fyrstu metrana áður en hún hitnaði.

Þá vaggaði hún hausnum hægri-vinstri og það gat verið skondið að sitja á henni og finna hvernig hún tók mann með í hreyfingunni.
Svo þegar að hún hitnaði þá lagaðist hún.

Hún var rosalega fótviss skepnan! Það var alveg sama á hvað maður beindi henni á,hún fór það án þess að skrika nokkurn tíma fótur.

En hún þurfti endilega að slasa sig á afturfæti í ferð fyrir nokkrum árum og hefur hún verið í folaldseignum síðan.

Í dag er ætlunin að ragast aðeins í hrossunum og taka trippin úr merarhópnum en fylfullu hryssurnar þurfa að fara að fá frið fyrir öllum þessum fíflagangi í ungviðinu.

Vala frá Víðihlíð.


Sæladís Stælsdóttir frá Ásgarði.

Sæladís Sokkudísardóttir hefur blásið út úti í vetur og er orðin hærri en mamma sín.
Perla vinkona hennar er í baksýn.

Veturinn hefur verið afar hestvænn fyrir útiganginn og okkur líka.
Við höfum ekki þurft að moka snjónum frá að útigangsstæðunum líkt og í fyrra og hitteðfyrra.
Alltaf verið traktorafært.

Í gær var aldeilis stuð á stóðhestum í góða veðrinu.


Völusteinn Álfasteinsson
 á harðaspretti.

Þegar að ró var komin á stóðhestana og þeir komnir aftur inní stíurnar sínar þá fengu kindurnar að fara útá kroppið.

Hermína frá Stað.

Þær eru að springa og eiga tal á Þriðjudaginn ef mér reiknast rétt út.
Verð samt að hafa auga með þeim frá deginum í dag til öryggis.

Alltaf á vaktinni þessi svarti gemsi og vakir yfir hinum á meðan þær eru á kroppinu.

Hauskúpa frá Hrauni.

Brynja Beauty frá Ásgarði á kroppinu.

Og alsystir Brynju hún Sibba Gibba þribbalynguremoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536233
Samtals gestir: 57139
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 22:25:54