Heimasíða Ásgarðs

20.04.2009 17:01

Dáð frá Ásbrú til sölu/for sale

Það var að detta inn hjá mér á sölulistann spennandi hryssa og ekki síður spennandi það sem inní henni er emoticon .

Það er hún Dáð frá Ásbrú undan Þristi frá Feti og Dögun frá Feti.


Dáð frá Ásbrú

Það þarf ekki að kynna föður hennar hann Þrist frá Feti flestir ef ekki allir þekkja þann glæsilega hest.

Þristur frá Feti.

Móðir hennar Dáðar er hún Dögun frá Feti sem er sýnd hryssa með fínann klárhesta dóm.Sú hryssa er undan Blika frá Höskuldstöðum og Gullrönd frá Reykjavík.

Dáð er með IS númerið IS2003281382 fyrir þá sem vilja skoða hana nánar í 
http://www.worldfengur.com/



Vökull frá Síðu.

Dáð er fylfull við hinum geysiflotta og faxprúða 1 verðlauna hesti Vökli frá Síðu sem hefur verið að gefa folöld sem hafa verið í efstu sætum á folaldasýningum bæði hjá Sörla í Hafnarfirði og Mána í Keflavík.

Jaki frá Síðu vann folaldasýningu í Sörla 2008.

Hér er umsögn um Jaka:
Folaldið sem sigraði, Jaki frá Síðu, er undan heimahesti frá Síðu sem heitir Vökull og er undan Adam frá Meðalfelli og Védísi frá Síðu. Vökull er 1. verðlauna stóðhestur en móðir hans er Saga frá Syðra-Langholti, undan Ljóra frá Kirkjubæ. Jaki er sótrauðtvístjörnóttur, vel þroskaður, stór og háfættur. Hann fór mest um á hreyfingafallegu og fjaðrandi brokki en greip líka tölt. Hálsinn einstaklega langur og vel settur og höfuðið frítt og fínlegt.

Aldís frá Síðu sem er einnig dóttir Vökuls sigraði í merfolalda flokknum hjá Mána 2009 og var einnig valin glæsilegasta folaldið af ríflega 40 folöldum sem mættu á sýninguna.

Endilega hafið samband við mig ef þið viljið vita eitthvað frekar um hana Dáð frá Ásbrú í netfangið ransy66@gmail.com


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536233
Samtals gestir: 57139
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 22:25:54