Gleðilega Páska allir nær og fjær.
Einhverntímann hefði maður ekki mátt missa af árlegri Páskareið Mána en í dag sat ég bara inni í hlýjunni og horfði á hópinn renna framhjá Ásgarðinum og niður að Garðskagavita þarsem stoppað var á veitingastaðnum Flösinni.

Yndislegt að koma þangað ríðandi á vorkvöldum og leyfa hrossunum að kroppa í hólfi sem þar er á meðan maður fer og fær sér Rjómatertu eða eitthvað annað girnilegt.
Verst hvað það er stutt fyrir mig að fara,það tekur því ekki að leggja hnakk á hest hehehehehehe.................

Heldur var napurt og vindasamt í dag en þrátt fyrir það þá taldi ég 32 ríðandi og sumir með tvo þrjá til reiðar.
Ég gat ekki á mér setið þegar að hópurinn lagði af stað tilbaka og stökk útí bílskúr á stuttbuxunum og kom mér fyrir í dyragætt og skaut svo á hópinn í gríð og erg.
Siggi Vill er greinilega með haukfrán augu og sá kallinn mig þarna og það var sko gefið í og kom kallinn ríðandi nánast innum bílskúrsdyrnar hjá mér!

Kallinn var vel ríðandi og engin lognmolla þegar að hann er kominn í hnakkinn.

Ég kem í hlaðið á hvítum hesti.......................

Það var gaman að spjalla við hann Sigga en ekki mátti hann stoppa lengi og
skildi hann við mig í rykmekki miklum svo ég stend enn á öndinni!
Hvar skildi nú pústið mitt vera?Hóst.................hóst...............
!