Rosalega er ég búin að vera á miklum þönum síðustu dagana.
Bilað að gera hér á bæ og með flensu með því.Það þýðir víst ekker að leggjast uppí rúm og væla stöðugt,ég tók bara verkjalyf og hitalækkandi og hélt mínu striki.

Teipið flaug af í einni beygjunni
! Mynd Valgerður Hrauni
.
Einhverntímann um daginn var Kvennatöltið hjá Mánakonum og drifum við Hrókur okkur af stað hann nýstíginn uppúr básnum/bælinu einsog ég.
Það kom í ljós hvað var að í vetur með framfæturnar en karlræfillinn minn hefur fengið snert af hófsperru fyrir norðan,ekki hefur hann átt að svelta þar og fengið fullmikið af góðu fóðri.
En hvað um það,við tókum þátt og það var mjög gaman en það vantaði alveg alla snerpu í okkur.
Gerum bara betur næst og pössum okkur að taka inn lýsið okkar og að vera aðeins heilsuhraustari.
Rosalega voru flott hross þarna,Mánakonur eru sko vel ríðandi það get ég svo svarið
.
Ekki leiddist manni heldur að horfa á 4 flokkinn sem kallast því virðulega nafni Fíflaflokkurinn
.
Salurinn argaði af hlátri og þulurinn missti á tímabilið andlitið þegar að hún sá múnderingarnar á dömunum hnéhnéhné.............
.
Til hamingju stelpur og takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Um helgina fórum við með Cathy vinkonu okkar inní Fák að prófa hryssu sem hún er búin að kaupa af okkur en þetta var önnur ferð hennar til að skoða gripinn.

Cathy komin á Væntingu sína.
Vænting Hróksdóttir er víst á leið út til Ameríkunnar í haust en ekki fyrren hún er búin að hitta flottan stóðhest í fallegum lit.
Cathy kolféll fyrir merinni sem er einsog vænta mátti algjörlega bombproof og þægt reiðhross með þægilegann vilja.

Alsæl á íslenskum hesti og það bara í 6 sinn
.
Mest þótti henni varið í að það voru þrennskonar bremsur á merinni.
Mjúk var hún undir bossanum á henni og það skipti höfuðmáli líka.
Við fengum að sjá gríðarlega flotta og vel tamda hryssu hjá henni Hrefnu inní Fák.

Sú er undan Tígur gamla frá Álfhólum og Piltsdóttur.
Rosalega rúm á gangi og stálörugg hryssa sem ég væri alveg til í að eiga.
Djös....................mar..............!
Ég er að selja en ekki kaupa!!!!En ég veit svosem ekki hvort hún er til sölu.
Hún væri flott fyrir mig á Knapamerki 3 því hún er búin að fara í gegnum fyrstu Knapamerkin með stæl.
Það má láta sig dreyma er það ekki
?
Þartil næst farið varlega með ykkur
.