Þvílík folaldasýning sem var hjá Mána í gær! Þarna sáust þvílíkir gullmolar að manni langaði til að stinga þeim í vasann og stökkva með þau heim:) Mikið er líka gaman að sjá hve þroskuð og vel fóðruð þau eru og það er greinilega mikið lagt á sig að halda þeim hreinum og fallegum.
Glæsigripur frá Palla Jóa og frú úr Grindavík.
Þetta var meira á köflum listaverkasýning í mínum augum og vona ég að eitthvað af þeim hátt í 600 myndir sem ég tók skili sér í þokkalegum gæðum og komist fyrir sjónir ykkar sem fyrst.
Gullfallegt folald úr Garðinum frá Jóni Steinar og family.
Ég þarf svolítinn tíma til að pikka út þær bestu og flokka og svo set ég þær inní albúm þarsem alir geta skoðað. Gefið mér bara smá tíma elskurnar mínar .
Búin að setja inn bestu myndirnar frá folaldasýningunni. Klikkið HÉR til að sjá.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.