Heimasíða Ásgarðs

23.03.2009 12:38

Heljar og Pálmi farnir af skerinu:)


Farnir til Ameríkunnar að leita nýrra ævintýra.

Þá eru vinirnir farnir og þrátt fyrir að ég hafi verið farin að óttast að sitja uppi með þá hér þá kom smá söknuður í mig þegar að ég kom í stóðhestahúsið að sinna verkunum en þá vantaði blesana tvo.
Yndislegir folar með frábært geðslag!

Vorið er sko komið skal ég ykkur segja!

Síðastliðinn Fimtudag heyrði ég í Tjaldinum niður í fjöru og næsta dag kom Lóan í Ásgarðinn með sinn yndislega söng og sá ég hana líka á fluginu.

Sílamávurinn kom svo um helgina og það er farið að grænka í lautum.

Í dag verða kindurnar rúnar og þá ætla ég að telja í þeim fóstrin hehehehe............emoticon .

Brynja Beauty.

Nei"kannski ekki alveg en þá ætti ég að sjá hvort hann Kátur Flankasonur hafi lembt þessar 10 sem hann fékk og svo fór ég með mömmu hans og systur annað undir gamlann höfðingja.

Hauskúpa.

Líklega eru flestar með lambi en þær blása út þessa dagana og eru orðnar stirðar þegar að þær standa upp þessar elskur.

Forysta.

Ég er nú alger nýgræðingur í þessu kindastússi en þetta er einkum gert með það í huga að fá kjöt í kistuna og hafa auk þess gaman af þessu.
Þessvegna er ræktunarstefnan hjá mér kannski ekki alveg einsog á stórbúunum sem þurfa að stóla á að hver kind gefi sem mest og að skrokkarnir stigist nú sem hæðst.

Mín ræktunar markmið sem hobbý bónda er fyrst og fremst góð mjólkurlagni+góðir móðureiginleikar,frjósemi verður að vera í lagi,handföng eru alveg nauðsyn til að bæði prýða kindurnar auk þess að auðvelda vinnu við þær og liti vil ég hafa auganu til skemmtunar emoticon .

Tóta tindilfætta.

Allar kindurnr á bænum fyrir utan eina eru með þessa kosti en þessi eina er sæðingur og við köllum hana Hermínu.
Hermína er gríðarlega stór og mikil um sig,frekar stuttlappa kind og það eina sem kemst að í kollinum á henni er að borða.
Hún varð afvelta sem heimalningur á sléttu túni en náði að velta sér aftur á réttan kjöl.

Hermína ofurbolla.

Að reka hana smáspöl er henni algerlega ofviða.
Hún er svo þung á sér og mikil að hún rekst ekki og það þýðir að hún er alltaf hér heima við allan ársins hring.

Móðureiginleikar eru í lágmarki því að þörfin fyrir að næra sig er ávalt efst í huga hennar.Hún skilur lömbin sín nýborin eftir fyrir brauðmola eða bara heytuggu.

Lömbin hennar hafa þurft að passa sig á því að fylgja henni eftir annars verða þau bara eftir á meðan hún rigsar um hagann að leita að bestu stráunum.

En við fáum okkur ekki til að fella hana blessaða.

Hermína nýtur sín að borða..............emoticon .

Nú svo gegnir hún líka því stóra hlutverki hjá okkur að minna okkur reglulega á hvað við viljum EKKI rækta.

Sibba Gibba sætasta.

Það styttist óðum í sauðburð hjá okkur og hlakkar manni mikið til að "flytja" útí fjárhús og bíða þar eftir litlu krulluðu vorboðunum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 198
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 492660
Samtals gestir: 54476
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 06:17:50