Heimasíða Ásgarðs

11.03.2009 23:56

Biskupinn að komast í þjálfun:)

Rok og aftur rok og ískalt....................brrrrrr...............nenni ekki á hestbak í þessum kulda þó mér væri borgað fyrir það.

Biskupinn er að megrast í rólegheitum þrátt fyrir að hann hreyfi sig nú ekki mikið þegar að hann fer út á daginn.

Eina sem ég geri er að vigta nákvæmlega ofaní hann tugguna.

Það hljóp nú heldur betur á snærið hjá mér samt um daginn varðandi þjálfun á klárnum en ég tók að mér hestfolald aðalega til að hafa með honum Sváfnir inni en það eru að birtast kúlur í hestfolöldunum  og ekki gott að geyma það mikið lengur að hafa þá útí stóði.

En þessi nýji gaur er heldur betur þroskaður og stór og rosalega ákveðinn við sér stærri hesta!

Feiknastórt folald frá í vor......Biskup er yfir 1.50 á herðarkamb!

Hann tuskast alveg ólmur í Biskupnum og hann er búinn að finna nokkra "takka" á hálsinum á honum og þegar að hann nær að bíta í þessa "takka" þá heyrast alveg svakalega skemmtileg hljóð í þeim gamla og þá er honum mikið skemmt honum "litla" Prins.

Betra verður það ekki hjá mér,Biskup kemur inn sveittur eftir lætin og  tuskið.Það er af sem áður var þegar að hann hékk við dyrnar á meðan ég mokaði út og beið eftir að fá að komast inní meiri tuggu!

Meira að segja Hrókur og Suddi gamli eru að tuskast útí við!

Ég get ekki vorkennt 14 vetra hestinum að hreyfa  sig aðeins!

Hróksi að verja folöldin fyrir Biskup stóra bróður sem var ekkert að gera af sér emoticon ?

Hróksi tók strax "litlu" drengjunum sem smá folöldum sem hann ver með kjafti og klóm ef honum finnst þeim á einhvern hátt ógnað.

Eina sem er öðruvísi núna með þessi folöld núna er að Prins sem er enn folald en hegðar sér einsog hann væri eldri og tuskast þessi ósköp, líka í Hrók!

Vanalega gapa folöldin og geifla sig framan í Hrók og sýna þarmeð að þau eru bara lítil og lágt sett og virða hann en Prins tætist bara áfram í áflogum við hann hehehehehe...............emoticon .

Ekkert smá duglegur og hraustur hann Prins kallinn emoticon .

Ég rakst á fyndið vídeó á youtube en í kvöld verða víst flest ef ekki öll tónlistarmyndböndum eytt útaf youtube og mikið rifrildi er í gangi á þeim bænum.

Þá sýnir maður ykkur bara eitthvað annað en tónlistarmyndbönd.


Kíkið á þennan voffa ganga í svefni! Hann hlýtur að hafa verið að dreyma að hann væri að elta kött!!!!!!!!!
 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 198
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 492660
Samtals gestir: 54476
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 06:17:50