Hér gengur allt sinn vanagang þrátt fyrir kulda og rok. Við vinkonurnar tókum okkur til í gær og örmerktum folöldin hér á bæ. Ekki lengi gert enda fá eftir,því hluti af þeim eru flogin útí heim til nýrra eigenda. Eitt hestfolald var tekið á hús enda hefur hann ekkert með mömmu sína lengur að gera og orðinn alveg gríðarlega stór og vænn.
Sváfnir Hróksson er búinn að orga síðan í gær !
Ef ykkur vantar örmerkingu þá klikkið hér og pantið . Hún vinkona mín er alveg eldsnögg að þessu!
Stóðtittirnir urðu ástfangnir af geldingunum .
Nú svo í dag voru tveir geldingar teknir úr merarstóðinu og settir uppí stóðhestahús. Ég er alltaf svolítið rög að hafa geldinga með fylfullum merum og ungviði,þó maður sjái kannski ekki að þeir séu með læti þá þurfa þeir ekki nema rétt að líma aftur eyrun í rúllunum og þá eru elstu og rögustu hrossin fari frá um leið. Gamla goggunar röðin riðlast til og það er alveg næsta víst að geldingarnir standa alltaf í besta skjólinu og passa sig á því að standa alltaf við bestu rúlluna þó þeir séu jafnvel pakksaddir. Leggjast jafnvel í heyið til að passa að enginn komist að!
Við vorum að panta áburð..................þetta er bara ekki fyndið lengur. Hefur reyndar aldrei verið fyndið en núna þarf maður að fara alvarlega að spá í því hvaða skepnur eru að gefa það af sér að þær fái að lifa áfram. Það er niðurskurður framundan en auðvitað ekki fyrren í haust.
Einn ég sit og sauma...........
Hrókur er óðum að ná sér og farinn að fara út og leika við hann vin sinn Sudda. Gaman að sjá þá slást einsog þeir séu orðnir fjagra vetra hehehehehehe:):):) Biskup sem er allur að verða einsog hestur í laginu eyðir sínum útí tíma á meðan ég er að moka og gera fínt í hesthúsinu í að standa við hliðið og horfir hann bænaraugum á mig og það skín úr svipnum á klárnum "afhverju fæ ég ekki að hafa rúllu hérna hjá mér........eða tvær"! Nei" væni minn"...............nú er sko vigtað nákvæmlega ofaní hann tuggan og ekki gramm yfir skammtinn hans á sólarhring! Hann getur bara farið og leikið sér við hina hestana og verið einsog hross!
Kíkið á þetta þrælskemmtilega myndband og hlustið á þetta frábæra lag og takið eftir.............!!! Segi ekki meir því að það lesa stundum ungar sálir bloggið mitt . Jú"......smá........... En ég orgaði þegar að ég fattaði neyðina hjá manngarminum á sviðinu! Ekki meir um það .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.