
Mikið agalega sárnar manni svona framkoma einsog hjá þessum aumingjans ræflum sem brutust inní nýju fínu Mánahöllina okkar Mánamanna síðastliðna nótt.
Hefur fólk ekkert annað skárra að gera en að eyðileggja eigur annara?
Þarna er fólk búið að leggja dag við nótt að gera þessa flottu aðstöðu og svo þarf svona að ske!
Ég vil biðja þá sem hafa orðið varir við mannaferðir eða bíla við Mánahöllina síðastliðna nótt eða á Mánagrundinni því Félagsheimilið okkar varð líka fyrir barðinu á þessum aumu mannverum að hafa samband við samband við lögregluna eða Gunnar Eyjólfsson í síma 617-8925
Hér er nánar fjallað um þessa frétt í máli og myndum inná heimasíðu http://mani.is/
Ein verulega sár og ábyggilega ekki ein um það!