Nákvæmlega svona líður mér í dag................I like to get on with my life og fara að hreyfa mig!!!
MOVE IT!!!
Þetta eru augljós batamerki hjá mér af þessari fucking Lungabólgu en þó ég sé miklu miklu betri er ég enn veik.
Samt hálfheyrnalaus af hellum og hausinn fullur af bjakki og enn er ég að hósta upp drullu.
Núna er ég veik af pillunum sem ég er að taka inn.
Engar smá peniclillín pillur!
Fékk 3 til að byrja með og svo aftur 3 í viðbót.
Stykkið af þeim kostar BARA 1.600krónur takk fyrir!
Eins gott að maður verði einsog nýsleginn túskildingur eftir þetta.
ARGGGGG................ég er inni á meðan kallinn keyrir hrossunum í heilbrigðisskoðun,flug og annað skemmtilegt:)
Hann hefur kannski bara gaman af því að vera laus við kellinguna í nokkra daga í útiverkunum en ég á það til að finna hitt og þetta aukalega að gera ofaní venjulegu daglegu verkin
Hann er löglega afsakaður svona einn með veika kjelluna.
Annars þakka ég ykkur öllum fyrir fallegu commentin til mín og batnaðarkveðjurnar
.Bara láta vita af því að ég er öll að koma til og bráðum fer að vora og þá verð ég svo rosalega hamingjusöm
Vorið er minn tími
.
Sendi góðar kveðjur til ykkar allra þarna úti!