
Himinglæva frá Ásgarði.
Ég ligg heima lasin.Smá lasin að ég hélt en svo gafst ég upp og fór til læknis og það hefði ég átt að gera í Nóvember þegar að ég varð fyrst veik.
Er komin með Lungnabólgu og Astma og fékk fullt af lyfjum og fyrirskipun að taka því rólega í nokkra daga.
Núna skil ég afhverju ég var orðin svona máttlaus og eitthvað léleg en þetta hefur læðst svona aftan að mér og ég sem hélt að þetta væri bara smá flensa.
Mikið hlakkar mig til að verða heilbrigð aftur og hress og geta gert allt á fullu afli en ekki alltaf svona 50% dag eftir dag.
Ég ætla bara að láta það vaða hér á blogginu til ykkar allra þarna úti en ég hef skammast mín alveg ógurlega fyrir það að hafa ekki komist á bak hrossunum undanfarið nema með herkjum og látum.
Hestar einsog Hrókur sem ég komst alveg á bak þrátt fyrir að hann væri stór en þá stendur þessi elska alltaf kyrr og þolinmóður á meðan ég er að brölta á bak honum þá brá það aðeins öðruvísi við núna í vetur.
Ég þurfti að draga bretti að hestinum til að komast á bak!
Líka að hrossum sem eru miklu minni en hann!
Ég veit ég veit..............rassinn er soldið síður á minni en EKKI svona síður!!
Ég er bara orðin svona svakalega máttlaus útaf lungnabólgunni að ég er ekki að geta þetta.
Svo verð ég ennþá máttlausari útaf astmanum.
Hvernig gat þetta farið svona algerlega framhjá mér!
Nú er bara að taka inn lyfin sín og vera stillt og prúð í einhvern tíma og svo halda áfram við það sem mér finnst skemmtilegast,að snúast í kringum skepnurnar á bænum.
Farið varlega þið þarna úti elskurnar mínar þartil næst.
Ps.Svara ykkur öllum sem commentuðu síðar þegar að ég er orðin hressari:)