
Vordís Brúnblesadóttir járnuð.
Haldiði ekki að það hafi dottið uppí hendurnar á mér þessi flotti járningarmaður sem nýfluttur er að norðan hingað suður til Reykjavíkur.
Auðvitað dreif ég inn 4 stykki til járningar.
Þau Sudda,Biskup,Vordísi og Rjúpu.Fyrir eru á járnum Hrókur og dóttir hans Vænting þannig að það verður ábyggilega hægt fyrir mig að komast á milli bæja í vetur/vor.
Rosalega gekk vel að járna hrossin en þeim var raðað upp fyrir járningarmanninn minn eftir erfiðleikaröð sem reyndist bara vera alger óþarfi því þau fyrstu 3 hreyfðu sig ekki í höndunum á stráknum.
Suddi stóð nú bara einsog hann er vanur og ekkert mál.
Vordís Brúnblesadóttir gat ekki verið stilltari þessi elska.
Biskup sem er vanur að rífa af manni (alltaf einu sinni í járningu) afturfótinn sleppti því í þetta skiptið!
Hmmmmmm..........klárinn setti eitt sinn fjöður beint inní vöðva á mér fyrir ofan hné en ég var svo rosalega heppin að fjöðurin fór beina leið til baka þannig að það kom bara gat.
Nú eitt skiptið reif hann kuldagalla í tætlur utanaf kallinum mínum í járningu þegar að það datt skeifa undan klárnum í miðju ferðalagi og hann ætlaði að vera svo vænn að halda afturfæti fyrir mig á meðan ég nældi skeifunni undir.
Einhverja lagni hafði strákurinn á því að láta klárinn standa stilltann og prúðann!

Rjúpa Hróksdóttir járnuð.
Rjúpan mín var nú það sem mér kveið fyrir að yrði með læti.
Enda hefur hún í síðustu tveimur járningum endað margsinnis á hryggnum!!Gert járningarmanninum lífið leitt og verið kolvitlaus.
Við tókum okkur tímann í hana og höfðum hana lausa og stráksi vildi ekki hefta hana á einn eða annan hátt.
Ég sem var komin með sterkasta múlinn á skepnuna ógurlegu og fullt af böndum til að binda hana með.

Gömlu skeifurnar rifnar undan.
Við ákváðum það að annaðhvort stæði hryssa í járningunni eða hún yrði bara úrbeinuð á staðnum enda er stráksi kjötiðnaðarmaður og kann að handleika skepnur á hinn ýmsa máta hehehehe.......
.
Ekki var hann lengi að tantra hryssuna til og hún stóð alla járninguna í gegn og slapp við úrbeiningu sem við vorum búin að hóta henni í hljóði.
Stráksi er æviráðinn hér á bæ eftir að ég sá hvernig hann fór að hrossunum.
Hann er ákveðinn,fljótur og vandvirkur drengurinn við járningarnar.
Ef einhvern vantar góðann járningarmann með mikla reynslu þá heitir drengurinn Erlendur og býr hann á höfuðborgarsvæðinu og síminn hjá honum 845-1253.
Hann útvegar skeifur,fjaðrir og allt sem viðkemur járningum.
Svakalega hress og skemmtilegur strákur
.