Það var stuð hér á bæ í fyrradag þegar að folöldin fengu loksins að fara útá tún að spretta úr spori eftir viku innilokun.
Hrókur var fljótur að taka þau að sér og var hann ekki par hrifinn ef að geldingarnir tveir þeir Biskup og Suddi kæmi nálægt þeim!

Hróksi að verja folöldin.
Urrr og argg........þessi folöld á hann og það skal enginn koma nálægt þeim
.
Biskup fékk bit í rassgatið þartil hann skildi það að halda sig fjarri en Suddi kallinn er svolítið skynsamari og var ekkert að þvælast fyrir Hróksa með börnin sín.

Biskupinn í rassaköstum og jörðin skalf!
Þennan dag komust Biskup og Suddi ekki að rúllunni og sá ég að þetta þýddi nú kannski ekki alveg.
Hrókur stóð þar með folöldunum og úðaði í sig heyinu og passaði að það færi ekki strá ofaní neinn nema hann og folöldin.
Ekki það að Biskup megi ekki við því að missa af tuggu og tuggu hehehehehe.............
Allir þurfa að borða.
Ég skellti mér í skemmti bíltúr til vinkonu minnar hennar Valgerðar á Hrauni.

Valgerður með sprækann ungfola.
Auðvitað tók ég cameruna með og elti hana um allt í verkunum og fékk að sjá fullt af flottum gullmolum í stíunum hjá henni en hún hefur verið að taka að sér frumtamningar á trippum og það eru sko engin smá nöfn á bakvið þessi trippi sem hún er með!
Orri frá Þúfu,Suðri frá Holtsmúla,Geisli frá Sælukoti,Þrist frá Feti,Þrist frá Þorlákshöfn,Eldjárn frá Tjaldhólum,Þokka frá Kýrholti,Ás frá Ármóti,Borða frá Fellskoti og síðast og ekki síst undan Þóroddi frá Þóroddstöðum.

Sáttur við manninn.
Það var gaman að sjá trippin í höndunum á henni,vakandi,lífleg og sum hver ansi frísk en gáfu sig fljótlega og urðu sátt við hana enda kröfum stillt í hóf.
Eitt lítið skref í okkar augum er stórt skref fyrir ungviðið að skilja í viðskiptum við okkur tvífætlingana og um að gera að gefa þeim þann tíma sem þau þurfa.
Stutt blogg í dag,er að fá járningarmann hingað og ætla að fara að tína til skeifur undir þessi 4 stykki sem ég var að taka inn.
Eitthvað hlýt ég að eiga undir hrossin nýtanlegt þó það sé kannski ekki allt alveg glænýtt útúr búðinni.
Knús til ykkar allra þarna úti
.