Enn meiri breyting.Erum hætt við að fara austur vegna fljúgandi hálku,ofankomu og skafrennings.
Næsta tilraun verður á næstu helgi til að ná villitrippunum í hús
.
Breyttur smalatími á hrossunum!!!
Vegna jarðarfarar í dag Laugardag verður smölun frestað þartil á morgun!!
Þá er næst á dagskrá að laga annan höfuðverk en þennan hér á síðasta bloggi en það er að ná þessum villitrippum úr Reiðholtinu um helgina.
Ég "á" 7 stykki þarna og af þeim eru 3 dömur á þriðja vetur sem sýna manni bara afturendann þegar að maður ætlar að sýna þeim múlinn.

Við erum sko farnar! Yrja og Snót Prinsdætur Oturssonar.
Nei sko kelling................Þetta setur þú ekki á minn haus,man alveg hvað skeði síðast. Maður var bara fastur og einhverju ógeði sprautað uppí munninn á manninn!
Gubb gubb............!

Raketta Hróksdóttir 2ja vetra síðastliðið vor.
Djö.................hlakkar mig að fá þær dömur aftur á hús.Reyndar fer ein þeirra fljótlega norður til síns heima hún Yrja frá Ægissíðu,Raketta Hróksdóttir fer til nýs eiganda (best að leyfa nýjum eiganda að blogga því sjálfum:) en Snót verðu hér áfram í Ásgarði í frumtamningu/meðhöndlun þartil hún fer undir stóðhest í sumar og flýgur svo fylfull út til Sviss.
Þannig að þeir sem eiga hross í Reiðholti geta komið næstkomandi Laugardag klukkan 12:00 á hádegi með kerrur og eða flutningarbíla og sótt sín hross.
Stóðinu verður smalað í rétt við Meiritungu og verða þar í fáeina tíma í réttinni en verður svo smalað til baka.
Bóndinn í Reiðholti byrjaði að gefa út um áramótin og er því mánuðurinn kominn uppí 5000- með heygjöf.
Sumar/haust gjaldið var 2000-á mánuði.
Verum dugleg að rífa upp veskin og borga kalli svo við getum fengið að koma aftur að vori með hross til hans
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar þá er símanúmerið mitt hér:869-8192.