Árið 2006 seldi ég tvö folöld henni Deidrie Pierce og átti ég að hugsa um folöldin hennar tvö þartil um vorið en þau átti að flytja þá út til Ameríku.

Heljar og Pálmi á góðri stundu.
Allt gekk einsog smurt,folöldin bæði staðgreidd,öll pappíra vinna unnin samviskusamlega og gott betur, því miður (kem að því seinna).
Deidrie borgaði samviskusamlega fyrir folana hér þartil síðastliðið vor þá var einsog hún gufaði bara upp!!!
Ég sit uppi með 2 fola ógelta og það er alveg sama hvað ég geri,sendi netpóst og eins hef ég haft samband við Utanríkisráðuneytið sem gaf mér samband út í Sendiráðið þar en þá er það eina sem ég má vita um Deidrie er heimilisfang en ekki sími!
Ég gerði þau reginmistök að setja þá á hennar nafn í Veraldarfeng sem þýðir það að ég get ekkert gert.
Ég má ekki selja þá eða gefa,eða hætta að hugsa um þá.Auðvitað hætti ég ekki að hugsa um þá greyin,ekki geta þeir gert að því hvernig málum er háttað.
Enda yndisleg grey og ekkert vesen á þeim þrátt fyrir kúlurnar.
Ég skelli þessu bloggi hér inn af einni ástæðu og það er sú von mín að Deidrie lesi þetta blogg og láti mig vita hvað hún vill gera í stöðunni þ.e.a.s ef hún er á lífi!
Þið sem þetta lesið getið lært það af mínum mistökum að færa ALDREI hross af ykkar nafni yfir á útlendinga fyrren hrossið er farið úr landi!!!
Dear Deidrie!
Heljar,Pálmi and we here in Ásgarði are wondering if you are ok and a live! Please contact me and let me know what you like to do with your 2 stallions here.

Your horses are healthy and fine,still waiting for his owner to export them to there new home.If you don´t want to keep them please hand them over to me so I can give/sell them away before next spring.
Here is my e-mail adress Deidrie mín:
ransy66@gmail.com
Smá viðbót við færsluna:
Þessar upplýsingar fékk ég í gegnum spjallið hjá hestafréttum en þar reyndi fólk að hjálpa mér einsog það gat
.
Málið er að hún Deidrie vinkona mín er í hernum og eftir 11 September er næsta ómögulegt að grafast fyrir um nokkurn skapaðann hlut!
Bandaríkjamenn eru svo á huldu að það hálfa væri nóg!
Deidrie A Pierce
77 Letchworth Ave
Columbus, OH 43204-1924
Linkurinn sem þetta fannst á: [tinyurl.com]
Því miður er ekkert símanúmer þarna enda er það ekki opið (leyninúmer?). Ef þú hringir í International Directory assistance þá gætirðu kannski fengið það uppgefið, þar sem þú hringir frá öðru landi. Gætir allavegana reynt það ef þú þarft símanúmer.
Vonandi virkar þetta
Með því að birta þessa færslu og auglýsa eftir henni á veraldafengnum þá er ég búin að sýna framá að ég er að leita að henni.Þannig geri ég stöðu mína betri er mér sagt af fróðari mönnum.
Úti í Þýskalandi er það þannig að ef þú er með hross í umsjón annars aðila og greiðir honum fyrir umhirðu alla og fórðun og ef þú stendur ekki í skilum með greiðslur þá getur hinn sami sem hirðir um hrossið auglýst á td veraldarvefnum eða í blöðum eftir eigandanum og ef hann kemur ekki fram þá má umsjónaraðilinn með hrossinu selja það fyrir áföllnum kostnaði eftir 3 mánuði þ.e.a.s ef eigandi gefur sig ekki fram og borgar.
Svona þyrfti þetta að vera hér á Íslandi líka!En það virðast engin lög vera til sem ég gæti stutt mig við í þessu máli
.