Númer 1-2 og 3 er að kaupa íslenskar vörur og styrkja þarmeð við bakið á okkur sjálfum á nýju ári.
Við erum hætt að mestu að versla innflutt fóður í skepnurnar okkar og nú eru allir komnir á íslenskt ræktað Bygg.
Kanínurnar eru algerlega komnar á Bygg frá vini mínum Svan í Dalsmynni http://www.123.is/dalsmynni/page/14689/ ásamt smávegis af heyi svona til að þær hafi eitthvað að gera sér til dundurs en hey nota þær ekki bara sem fóður heldur leika þær sér líka að því!
Íslensku Landnámshænurnar eru líka á Byggi og svo fer allur afgangsmatur í þær aukreitis og svo fá þær einnig allskonar gómsæti frá bakaranum.
Ekki er ég heldur undanskilin en þegar að ég fer í höfuðborgina þá kem ég EKKI til með að styrkja sjoppur með innfluttu fóðri í menn heldur fer ég beint á http://nings.is/ og versla þar alíslenskan hollan skyndibita sem er unnin úr íslensku lífrænt ræktuðu byggi frá Eymundi bónda í Vallanesi.
Frábær réttur sem svíkur engann!
Þannig að nú er ég búin að setja þetta á netið fyrir framan almenning og ekki aftur snúið og ef ég mun klikka í einhverri bæjarferðinni og þið munið sjá mig inná einhverri búllunni að gúffa í mig innfluttri óhollustu vinsamlegast pikkið í mig hehehehehe..................
BANNAÐ!
Dúddamía!Nú sný ég mér við í hvert skipti sem ég er úti að borða og fæ allan matinn í hnakkann!
Hvaða áramótheit gafstu þér?