Hér er allt í rólegheitunum,kallinn búinn að vera inni lasinn í heila viku og ég séð um öll verk úti á meðan. Ekkert mál þarsem veðrið er búið að vera ágætt. Vinkonurnar Litla Löpp frá Galtanesi og Freisting frá Laugabóli að kljást í kuldanum.
Um daginn ákvað ég að gerast voðalega sniðug til að spara mér vinnu við útiganginn yfir hátíðarnar en vanalega eru gefnar nokkrar rúllur útí einu og hrossin látin klára og anda svo í einn sólahring og þá er gefinn aftur sami skammtur af rúllum.
Mín fór og gaf skammtinn og lokaði svo hliðinu og gaf annan skammt í annað hólf og þá þarf ég bara að opna það hlið fyrir hrossunum næst og taka plastið af og slepp við að sækja traktorinn útí hús og opna og loka hundrað hliðum eða svo fram og til baka. Er ég ekki sniðug
Hrókur elsku kallinn minn er að koma suður eftir veru sína á Hólum. Það hefur gengið afskaplega vel með klárinn að öllu leyti nema einu,hann vill ekki alveg gleyma því að í frumtamningu varð hann fyrir skaða í munni og það er ekki afturkallanlegt úr hausnum á honum. En það er nú eitthvað sem ekki erfist frá honum enda eru þau 12 stykki sem búið er að temja undan honum öll mjög góð í beisli og engin beislisvandamál þar í gangi. Lóa og Sigrún að ég held í 3 skipti í reiðtúr.
Sú yngsta 3ja á fjórða er Lóa Hróksdóttir sem fór utan í bumbunni á mömmu sinni og fæddist hún í Danmörkunni hjá eiganda sínum henni Sigrúnu (minni:). Alltaf gaman að fá sendar myndir af "ömmubörnunum"!
EN talandi um tamningar! Kíkið á þennan dúdda og hestinn hans sem Íris sendi mér! Slef...... ertu ekki að grínast !!!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.