Ég og dóttirin tókum okkur til um daginn og bökuðum nokkrar sortir svona til að fá smá jólafíling í sálina. Ég og dóttirin að mála á kökur gaman gaman! Mikið var gaman hjá okkur og vorum við að til 03:00 um nóttina líkt og alvöru bakarar en reyndar byrja þeir kannski á öðrum enda sólahringsins svona um það leytið sem við vorum að fara að sofa . Dóttirin á nú mestann heiðurinn að bakstrinum klapp fyrir henni.
Nú er snjór yfir öllu og allt miklu bjartara þrátt fyrir skammdegið og finnst mér altaf miklu skemmtilegra að fara út og gefa útiganginum í snjó en þegar að snjólaust er í haganum þeirra.
Allt er svo miklu hreinna og fallegra.
Biskup að tala við Dúfu frá Ásgarði.
Snæugla sem fer utan í byrjun Janúar til nýrra eigenda.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.