Ég skil það vel að þú sjáir hana ekki á þessari mynd.
Hana Drottningu Flankadóttur sem týndist fyrir nokkuð mörgum vikum og leitað var að dauðaleit í bókstaflegri merkingu. Það sést ofaná bakið og efst á myndinni er hausinn og horn við steypuklump.
Nágranninn okkar lét okkur vita að mannaþróin hefði stíflast hjá sér og við nánari eftirgrennslan kom það í ljós að litlir guttar höfðu náð lokinu af og voru búnir að henda þarna ofaní allskonar drasli,spýtum og grjóti og þar á eftir hefur hún Drottning náð að rölta sér ofaní og drukknað .
Jæja,þá veit maður minnsta kosti hvað varð um hana greyið.
Ekkert er héðan sérstakt að frétta nema að ég er enn hóstandi og fékk.........hvað er það kallað aftur? Rennikúk um helgina,iðrakvef var nú hitt orðið og fínna en ekki eins skemmtilegt orð .
Ekki gott þarsem ég ætlaði að vera í Villibráðaveislu en þar hefði ég ekki verið vinsæl ef ég hefði náð að mæta á svæðið.
Nóg um það,það er ekki hægt að gera allt í einu og vera veikur með því.
Nú þarf ég bara að fara að drullast til að verða hressari og dugmeiri,þarf td að drífa mig með tíkurnar á Minkaveiðar en við fengum upphringinu og vorum látin vita af einum slíkum hér rétt hjá. Ekki gott ef að sá nær að komast í hænsakofann hjá mér. Bara stutt svona til að láta vita af mér.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.