
Inga frænka með mótmæl.....endurnar.
Mótmælendur í Ásgarði héngu í andaslitrunum eftir atburði dagsins í dag.
Hér þýðir ekkert að kvabba um kreppu og drulla um allt hlað í von um eitthvað betra að borða.
Allt svoleiðis kvabb er snögglega kæft í fæðingu.
Bull er þetta í manni alltaf hreint
!
Í dag mætti hér hópur af þrælduglegu fólki til að aðstoða okkur við hina árlegu Andslátrun.
Allar Endurnar 28 að tölu voru teknar og reyttar,snyrtar og sviðnar.
Við ákváðum að taka okkur frí frá Öndum,allavegana í vetur.
Kannski fáum við okkur Andaregg næsta vor og setjum í útungarvél,hver veit.

Dóttlan mín að reyta,bara dugleg stelpan
.
Það er viss léttir að vera búinn að þessu enda er þetta engin smá vinna!
Reytingin er þreytandi en sem betur fer þá erum við með í láni frábæra reytingarvél með sugu útbúnaði fyrir fiðrið.
Svo ekki sé nú minnst á allar hendurnar sem komu hér í dag að hjálpa okkur!
Ég má vera svakalega stolt af frændfólki mínu ofanúr Borgarfirði en sá yngsti sem mætti hingað og sat og reytti án þess að kvarta í fleiri klukkustundir var 10 ára gamall frændi minn hann Björn Hákon.
Hún verður heppin sú sem nælir í þennan dreng í framtíðinni
.

Hann sló ekkert af drengurinn við vinnuna í dag
.
Systir hans hún Gunnhildur kom líka og reytti sem mest hún mátti en hún er rétt innan við fermingu.

Gunnhildur frænka að vanda sig
.
Þessa dömu er ég búin að panta fyrirfram til að hjálpa mér við trippatamningar. Enda er hún sérstaklega lagin við skepnur stelpan sú arna
.

Jólaöndin snyrt vel og vandlega.
Nú dóttirin á bænum mætti líka og var ekki lengi að pikka út Öndina sem mamma á að elda um Jólin.
Þyngsta Öndin takk fyrir og vóg hún ein 2,4 kg komin úr fiðrinu og búið að taka innan úr henni og snyrta.
Vanaleg þyngd á þeim hjá okkur hefur verið cirka 1,5.

Helga Skowronski alltaf hress
.
Helga Skowronski mætti á svæðið með sínar Endur þannig að hennar Jólasteik er þá bara klár í kistunni.
Nú þegar að heim kom var Saladmasterinn búinn að sjóða fullan pott af sviðum og úr varð heljarinnar góð sviðaveisla í lokin.
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir hjálpina í dag og kvöld elskurnar mínar!
Það er alveg ómetanlegt að fá svona hjálp og miklu meira gaman þegar að við erum nokkur saman við þetta.
Margar hendur vinna létt verk átti vel við í dag.
Skelli inn albúmi á eftir með öllum myndunum frá í dag.