Fórum í frábæru veðri síðastliðinn Fimmtudag og sóttum 4 trippi en aðalatriðið var að ná henni Sóley heim fyrir hana Corinne í Sviss. Sóley komin heim í hesthús.
Sóley er að fara út og ekki seinna vænna að drífa hana heim.
Hrossin líta frábærlega vel út,spikfeit og pattaraleg.
Auðvitað var smá vesen einsog alltaf,trippin voru með fíflagang og rassaköst og létu mig ekki setja múlinn á sig svo auðveldlega.
En ég á gott ráð við því þarna í þessum 100 hekturum með ekkert aðhald.
Ég hef alltaf heytuggu með sem ég strái inní kerruna og svo stend ég bara þolinmóð þartil að óþekktarhrossið hoppar upp í kerruna til að ná sér í tuggu.
Þá er um að gera að loka í grænum hvelli og mýla það og binda
Sóley var einsog engill við mig blessunin. Hefring (óþekka) og Sóley (stillta)..... . Með henni var hún Hefring sem var ekki einsog engill þartil hún féll á þessu bragði og var mýld hið snarasta uppá kerrunni.
Nú næst tók ég hana Sif Hróksdóttur sem er algjör perla. Sif Hróks komin heim.
Hún er þvílíkt góð og verður að öllum líkindum bombproof einsog útlendingurinn vill hafa hrossin.EN hún er ekki til sölu þessi elska.She is MINE urrrrr. Kóngur risi !
Með henni hoppaði Kóngur (óþekki:) Hróksson uppá kerruna.
Þá var bara brunað af stað á Hellu í heitt kakó til Huldu enda var ég orðin ansi loppin á höndunum við að mýla hrossin útí nístingskulda.
Ætlunin var að halda áfram til Álfhóla en ég er bara orðin svo skíthrædd að keyra í hálku þannig að förinni var vara beint heim á Suðurnesin aftur í hlýjuna .
Það munaði 5 gráðum á því hvað var kaldara fyrir austan!
Farin út að huga að skepnum með cameruna enda veðrið frábært!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.