Ransý Róbot ryksuga mætti í Ásgarðinn í dag enda veitir ekki af þegar að Ransý manneskja hangir allan liðlangann daginn í tölvunni!
Nú get ég hangið alla liðlanga nóttina í tölvunni líka á meðan Ransý Róbot sér um gólfin
.

Best að fela sig á bakvið mömmu
!
Buslu og Súsý leist nú ekkert alltof vel á þetta apprat svífandi um öll gólf,klifrandi yfir þröskulda og rekandi sig í hundakörfuna þeirra!
Nei"án gríns þá hefur mig langað lengi í svona Róbót ryksugu og sérstaklega þá útaf öllum hundahárunum.
Með henni fylgir aukabursti sérstaklega ætlaður fyrir hunda og kattahár.
Auk þess ef að óhreinindi sitja djúpt í teppum eða mottum þá bankar hún þau upp með sérstökum bankara og fer extra vel yfir það svæði!
Þetta apparat er hrein snilld! Ég sé ekki eftir þessum aurum í hana Ransý Róbót og nú get ég bara stillt hana á tíma td 10:00 á morgana og hún byrjar daginn á því að svífa yfir gólfin og þegar að hennar störfum er lokið þá fer hún sjálf í hleðslustöðin og setur sig í samband!
Hér er allt um þetta frábæra tæki fyrir þá sem eru þreytt á td hunda og kattahárum eða bara með bilað bak eða bæði einsog ég:
http://www.irobot.is/
Vinkona mín hún Begga kom hér í dag.Hún ætlar að selja klárinn sinn hann Flugar en þetta er frábær hestur í bara allt!
Flugar er hestur með reynslu og verður 10 vetra í vor.

Begga á Flugari sínum í dag í góða veðrinu.
Alþægur og prúður töltari,vanur ýmsum stærðum og gerðum af knöpum og frábær í ferðirnar.
Allir sem eitthvað hafa komið nálægt hrossum geta riðið þessum hesti.
Einnig flott að hengja utaná hann trippi sem er verið að temja.
Ég mæli sterklega með þessum hesti fyrir alla sem eitthvað hafa komið nálægt hestum.
Hann er fallegur undir og ber sig vel svo knapinn getur horft stoltur fram á veginn
.
Þið getið haft samband í netfangið
busla@simnet.is
eða bara beint í símann hennar Beggu en hann er: 8207093