Gunni Arnars kom í morgun og sótti þær stöllur Feilstjörnu og Lilju en þær eru að fara til Hollands.
Ég gaf mér góðan tíma og dúllaði svolítið við þær,ormahreinsaði og fór aðeins yfir reglurnar með þeim einsog að muna að spenna beltin fyrir flugtakið .
Ég kláraði að ormahreinsa þau hross sem enn áttu eftir að fá ormalyf og sleppti þeim svo inná vetrarbeitina til folaldshryssanna. Eðja með Dúfu Hróksdóttur.
Biskup frá Gíslabæ bróðir Hróksa.
Biskup gamli reiðhesturinn minn er orðinn svo feitur að það er ekki fyndið lengur......í alvöru! Hvað gerir maður við svona belg?
Drottning Hróksdóttir þandi sig sem mest hún mátti.
Flott folald með rosa yfirferð á brokkinu og skrefar stórt.
Sváfnir Hróksson á fullri ferð.
Þetta risastóra folald er til sölu,lofa ykkur því að þarna eru góðir reiðhestahæfileikar og traust lund á ferð.
Móðir: Fjalladís frá Drangshlíð MF:Vaðall frá Oddgeirshólum 2 MM:Villimey frá Drangshlíð Faðir: Hrókur frá Gíslabæ FF:Kormákur frá Flugumýri FM:Best frá Brekkum
Verð/prize 180.000-ISL/1.200-EUR Innifalið Örmerking-dna og vetrahagaganga.
Sváfnir is big and beautyful guy with nice temperament.
Included microchip-Dna and feeding until spring 2009.
Himinglæva Óðinsdóttir.
Til sölu/for sale
Himinglæva er rólyndis skepna líkt og foreldrar sínir.Fer um á brokki og hefur sýnt tölt. Real nice mare with very good temperament.
Móðir/Mother: Stórstjarna frá Ásgarði MF:Brúnblesi frá Hoftúnum MM:Halastjarna frá Drangshlíð
Faðir/Father: Óðinn frá Ásgarði FF:Hrókur frá Gíslabæ FM:Eðja frá Hrísum 2
180.000-ISL/ 1.200-EUR
Himinglæva afhendist Dna testuð og örmerkt. Included microchip-Dna and feeding until spring 2009. Vinsamlegast hafið samband í netfangið/Please contact us here: busla@simnet.is
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.