
Vinda á leið út til nýrra eigenda.
Enn streymir fólk til landsins að skoða hross og versla.Stóðhestar virðast vera í miklum metum hjá úrlendingnum ásamt ungum fylfullum hryssum og vel tömdum hrossum sem dúllast mest um á tölti.
Ég er uppiskroppa að mestu með hross en ég ætla að biðja ykkur samt í lengstu lög um að hella ekki yfir mig meilum með hrossum og myndum heldur gerast bara dugleg sjálf og auglýsa td á
http://hestafrettir.is/
og hafa auglýsingarnar á ensku og þýsku.
Málið er að það er best að hver og einn beri ábyrgð á sinni sölu og á sínu hrossi!
Djö....................er kalt núna! Mig langar ekkert út að vinna en auðvitað verður maður að harka bara af sér og skella sér í gamla góða kuldagallann og setja undir sig hausinn og út!

Þeim var kalt á stélinu í dag þessum ræflum.
Það rokgengur að koma upp verkstæðinu,þakið var sett á í gær og á morgun þegar að lægir ætla kallarnir að príla upp aftur til að ganga endanlega frá því.
Það verður mikill munur að geta haft aðaltraktorinn hér heima við í upphituðu húsi þegar að ég fer að gefa útiganginum í vetur.
Við búumst við því að byrja snemma útigjöfina og er það tilhlökkunarefni að fara að sýsla við það.
Það verða fá hross hjá okkur í vetur en við tökum ekki að okkur hross fyrir aðra nema bara folöld inní hesthús á gjöf.
Tveir stóðhestar eru hjá okkur í vetur og meira verður það ekki.
Farin út í gegningarnar.