Í gær fórum við með hann Ask okkar í skoðun til Bjögga dýralæknis en klárinn var á leið á Hóla um helgina.

Askur orðinn eitthvað lyfjadrukkinn
......
Tamningarmaðurinn hans Asks var búinn að láta okkur vita af því í sumar að það væri líklega eitthvað að hrjá klárinn í munninum og ákvað drengurinn að vera ekkert að pirra klárinn og skemma hann í beisli með skaki á taumum og tamdi hann klárinn á snúrumúl í staðinn og notaði einungis hálsreipi til að stöðva hann í reið.
Bara flottastur hann James
.
Enda kom hið sanna í ljós þegar að Bjöggi kíkti uppí klárinn,hann var með þessa stóru Úlfstönn sem var fjarlægð í snarhasti.

Alveg stoned og slétt sama um allt
.....

Þarna er Úlfstönnin!

Búið að draga hana úr klárnum.

Lungun þreifuð.........gotja!...
Við nánari skoðun á klárnum kom annað í ljós en eistun eru ekki einsog þau eiga að vera þannig að sú ákvörðun var tekin að láta gelda hann fljótlega.
Askur er allra síðasti dropinn úr Stíganda frá Sauðárkróki en Stígandi var með 20 hryssur síðasta sumarið sitt og fyljaði bara eina,móður Asks og var felldur eftir það.
Þá voru nú góð ráð dýr,við svona agalega spennt að fara að Hólum og James vissi ekki betur en að hann væri að fá hest til sín um helgina.
Málinu var bara reddað en Hrókur verður bara staðgengill fyrir Ask á meðan hann er að bíða eftir geldingu og jafna sig eftir hana.
Nú þá þurfti að drífa Hrók í lækniskoðun og röspun líka og var það gert strax næsta dag (í dag:).
Ekki málið að pota honum inní þétta dagskrána hjá Bjögga.

Sigrún Danmörku að stappa stálinu í Hróksa boy.

"Hrókur"hefurðu heyrt um hvers vegna mála fílar eistun á sér rauð?
Sv: Svo þeir geti falið sig í eplatrjánum.
Sp:Hvernig dó Tarzan?
Sv: Hann var að tína epli.
Engin Úlfstönn þar á ferð en hann var raspaður vel og yfirfarinn fyrir Hólaferðina.
Eftir bæjarferðina renndum við til húsfreyjunnar á Hrauni en hún var svo yndisleg að nenna að standa í því að taka Toppu og folaldið hennar hana Drottningu með í bæinn í gær en hún var á ferðinni með hestakerru og laust pláss fyrir þær mæðgur.
Takk æðislega Valgerður mín
.

Drottning Askdóttir,krútt......
Hróksi ætlaði alveg að tapa sér úr gleði að fá Toppu og barnið hennar á kerruna og hélt hann eitt augnablik að það væri komið vor aftur!
Smá skilmysingur hjá honum.
Já"alveg rétt............ég skellti mér á hestbak í dag í ískulda og roki en við vorum að færa hryssurnar inná túnið en nú fer að koma að því að þeim verði sleppt inná haust/vetrabeitina.
Þannig að ég þóttist vera með heilmikinn rekstur enda voru þarna hátt í 20 hausar á ferð og gaman LOKSINS þegar að okkur tókst að fá þær af stað á eftir mér.
Ætli reksturinn sé ekki "pínku ponsu" stærri sem ég er að fara að mynda um helgina en nú ætlum við að skella okkur í Víðalstungurétt.
Þar verða hross til sölu í öllum regnbogans litum og veðrið verður að öllum líkindum mjög myndavélavænt.
Sé ég ekki einhverja af ykkur í réttunum fyrir norðan og í stuði
??
Þartil næst,farið varlega elskurnar mínar
.