Heimasíða Ásgarðs

02.09.2008 01:43

Ullapöddur í Ásgarði!!!

Veðrið lék við hvern sinn fingur í dag og hvert sem litið var voru hamingjusamar dýrategundir á beit á bænum.

Hamingjusöm gestahryssa .

Hamingjusamur Hrókur að borða blóm .

Ég varð samt ekkert voðalega hamingjusöm þegar að ég leit niður á bakka en þar voru nokkrar ullarpöddur á beit.

Hamingjusamar ullarpöddur !

Fyrir þá sem ekki þekkja þá dýrategund þá er hún yfirleitt með fjóra fætur,og ef vel er litið í augun á þeim þá glittir í sauðheimskann svip og jafnvel glott hjá þeim allra þrjóskustu.Stundum eru handföng á hausnum á þeim og eru þær alveg einstaklega duglegar að troðast undir girðingar og vera á beit allstaðar annarstaðar en þær eiga að vera.

Hamingjusöm kind (heimalningur:).

Þær sem eru á sínum stað kallast kindur .

Súsý litla minkveiðitík með meiru var ekki lengi að koma þeim á sinn stað og gekk mikið á hjá henni að koma þessum óþekktar pöddum aftur á sinn stað.

Engir smá taktar í tíkinni !
Aðferðirnar við smölunina hefðu fengið hvaða Border Collie sem er til að fá hláturskast en ullarpöddurnar skildu hvað var ætlast til af þeim og snöruðust með látum á sinn stað.

Þarmeð breyttust þær í værukærar kindur á beit um hagann sinn.....................þartil næst .

Nú ætti allt að vera fullt af hænukaupendum hér á hlaðinu hjá mér enda lifnar oftast við á haustin hjá fólki sem vill eignast fallegar hænur í bakgarðinn sinn eða á hlaðið.
Síminn stoppaði ekki um daginn,allir að koma og kaupa hænur en enginn lét sjá sig! Klór klór í haus????

Aðalhaninn á bænum er með Rósakamb og fiður á fótum.

Palli var eitthvað feiminn við cameruna,skildi það vera útaf stélinu?

Þannig að nú auglýsi ég hænur til sölu í öllum regnbogans litum og eru þær verðlagðar á 2000 krónur stykkið.Fyrstur kemur fyrstur fær .Það má slást hérna á hlaðinu!

Sama var með traktorinn sem var auglýstur gefins,fullt af fólki á leiðinni að sækja hann og einir fjórir kallar ætluðu að koma nánast sama kvöldið en enginn kom! Klór klór í haus og nú er ég komin með skalla!

Það endaði með að traktors ræfillinn lenti í skóflukjafti og endaði kraminn uppá járnahaug.

Verkstæðið gamla er alveg að tæmast og bara eins dags vinna í viðbót við að tæma það og þá verður það rifið niður með látum.

Ekkert smá duglegir strákarnir við að tæma og henda og henda því sem mátti missa sín fyrir tugum ára!

Fegin er ég að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það fjúki hér yfir allt og alla í veðurofsanum sem eru farin að verða reglulega á veturnar.
Ég bara beið eftir því í fyrra að verkstæðið splundraðist yfir okkur og nágranna en það slapp sem betur fer.Nóg var að týna upp glerið og grindina eftir að gróðurhúsið sprakk hér í loft í fyrravetur.

Komið nóg af bulli í þetta skiptið elskurnar mínar.
Drífið ykkur nú að taka upp tólið og hringja í mig í síma 869-8192 og verslið ykkur flottar Íslenskar hænur áður en þær enda einsog traktorinn.............. hnéhnéhné .

Og hér er linkur inná Heimasíðu hinnar Íslensku Landnámshænu fyrir þá sem þyrstir í skemmtilegann fróðleik um þær. http://www.haena.is/

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 757
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591934
Samtals gestir: 59657
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 10:54:13