Eitthvað klikkaði hjá væntanlegum kaupanda að Háva en allt gekk til baka þegar að greiðslu kom.Hmmmmm......ekki gott en svona er lífið.

Þannig að Hávi minn elskulegur er aftur kominn á sölulista og nú er bara að hafa samband ef einhver hefur áhuga á að eignast flottan og sperrtan,geðprúðann öðling í frábærum lit!
Hávi fer um á brokki og tölt hefur sést líka hjá kappanum.
Geðslagið er frábært og er hann fljótur að koma sér í mjúkinn hjá fólki sem kemur í hagann hans til að skoða folöldin hér
.
Fleiri folöld og hross verða sett inn seinnipartinn í dag eða í kvöld!
Lilja Sig (hrossasótt)!Setti linkinn þinn aftur en hann hefur týnst í linkatiltekt um daginn.Á enn eftir að laga þar meira til og bæta við linkum
.
Setti inn Pápa þinn líka Freyja
.
Söluhross sem ég hef verið beðin um að koma að hér
.
Fyrst er hér þessi flotta og feita vindótta hryssa sem hún Gudda vinkona mín ætlar að selja.

Hún Von frá Hóli er reiðfær og þæg og gerir allt sem hún er beðin um.Aðeins stygg en það er allt að koma hjá henni og getur Gudda náð henni útá víðavangi án vandræða.
Gudda er til í allskonar skipti td á heyrúllum en peningur kæmi sér vel líka.
Von fæst á góðan pening og nú er um að gera að hringja í hana Guddu sem fyrst og díla hryssuna af henni í einum grænum hveli því fyrstur borgar fyrstur fær.
Enginn þarf að vera feiminn við að tala við hana Guddu en hún er hin hressasta (vægt til orða tekið:) og hér er síminn hjá henni Gsm:862-7909 og netfang gudv@simnet.is
Nú næsta hross er hann Breki frá Kópavogi IS2007125362

Breki lítill og sætur með mömmu sinni.

Orðinn stærri og stæðilegri með vinum.
Hér er ættin að kappanum:
M: IS1988286971 Jörp frá Haga ( Jarpsokkótt)
MF: IS1984186015 Hraunar frá Herríðarhóli 2. verðl
MM: IS1982286971 Jarpsokka frá Haga ( Jarpsokkótt, skottótt)
MFF IS1980151001 Hraunar frá Sauðárkróki ( F. Ófeigur)
MFM IS19ZZ286523 Nös frá Herríðarhóli
F: IS2001187140 Skrúður frá Litlalandi 1. verðl ( jarpskjóttur)
FM: IS1992287205 Hrafntinna frá Sæfelli 1. verðl ( 4 dæmd afkvæmi í 1. verðl)
MF: IS1989188560 Kolskeggur frá Kjarnholtum 1. verðl
MM:IS1981287206 Perla frá Hvoli 1. verðlaun
FF: IS1994187611 Randver frá Nýjabæ 1. verðl ( jarpskjóttur)
FFF:IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum 1. verðl
FFM:IS1975287611 Gígja frá Nýjabæ 1. verðl ( F. Hrafn Holtsm)
Eigandi að Breka er hún Silla og gefur hún allar upplýsingar um folann en netfangið hjá henni er: hestur@internet.is
Einnig er Silla með þægan hest fyrir alla sem hefur verið í notaður í sumar í hestaleigu.
Sá heitir Kári og er vindóttur.



Snæugla frá Víðihlíð er líka til sölu en ég á hana sjálf.

Snæugla er albinói og ágætlega ættuð.
Hún er bandvön og þæg og ekkert mál að eiga við hana td setja á hana múl og ormahreinsa.Hægt að klappa henni úti og strjúka.
Samt er hún ekki mjög spök,kannski bara mátulega spök
.
Hér er ættin hennar:
Faðir IS2001184891 - Snær frá Hvolsvelli
IS1994158700
Keilir frá Miðsitju
IS1992286390
Skálm frá Brekku
Móðir IS1999280924 - Lísa frá Þórunúpi
IS1980187340
Stígur frá Kjartansstöðum
IS1988286161
Dögg frá Strönd
Verðið á Snæuglu er á bilinu 200-250.000-
Nú nenni ég bara ekki meir og læt staðar numið.
Er eitthvað löt í kvöld á tölvunni.
Öðruvísi mér áður brá
!