Jæja gott fólk.
Ég er ekki búin að gleyma ykkur! Ég bara er búin að gleyma mér með henni Íris vinkonu minni frá Þýskalandi síðustu daga og höfum við haft nóg að gera hitt fullt af skemmtilegu fólki.
Hún hefur aldeilis fengið að fara á hestbak,fyrst fyrir austan og fór hún í skemmtilegann reiðtúr með vinkonum sínum.Hitti síðan fullt af fólki og flottum hrossum í Landeyjunum.
Hún var himilifandi með ferðina austur fyrir fjall.
Nú ekki var svo amalegt hjá henni að komast á bak hérna á Suðurnesjunum en ég sótti síðasliðið Föstudagskvöld hrossin mín inná Mánagrund en Rjúpa er orðin Háskólagengin hjá henni Eygló
og mér skilst að hún Vænting Hróksdóttir hafi útskrifast líka með mjög góða umsögn hjá henni Ylfu sem var að gangsetja hana og hreyfa hana fyrir okkur.

Íris og Hervör í Skeifunni á Miðnesheiði.
Íris var svo heppin að fá að velja undir sig hross hjá Eygló og Bogga og hún valdi besta hrossið að mínu mati hana Hervöru sjálfa frá Hvítárholti.
Algjör keppnisgræja,liðtæk í smal,frábær sem aðstoðar tamningarhross og bara nefndu það!

Íris og Hervör að renna í hlaðið í Ásgarði sælar saman
.
Íris var svo hrifin af merinni að hún ætlað sko að troða henni ofaní stærstu töskuna sína og fara með hana heim með sér
.
Íris er búin að taka mikið af myndum og lenda í allskonar skemmtilegheitum td einsog í honum Herra Merlin á Hrauni sem er algjör Sirkushestur og mikið er hægt að hafa gaman af!

Skyldi vera nammi í þessum poka
???
Stutt blogg núna,verðum að fara að sofa stelpurnar því við ætlum að eyða síðasta deginum hennar Írisar í allt sem hugsast getur meðal annars að fara í hestabúð og missa okkur aðeins þar í innkaupum
.
Lofa svo að næsta blogg verður fyrir söluhross sem streyma inn núna.
Er með eina vindótta reiðfæra hryssu sem fæst í einum grænum hvelli fyrir slatta af góðu rúlluheyi...........for example
.
Alltaf eitthvað spennó að ske í Ásgarðinum
.