Heimasíða Ásgarðs

17.07.2008 18:03

Toppa farin undir Dimmir frá Álfhólum

15 Júlí.

Gunnhildur með Toppu gömlu.

Fórum austur með hana Toppu til hans Dimmis frá Álfhólum.Stoppuðum reyndar á Selfossi hjá Páli Imsland og Freyju dóttur hans til að bjóða Toppu vatn og leyfa folaldinu hennar að fá sér sopa úr mömmunni.

Toppudóttir fer aðalega um á tölti.

Freyja var ekki lengi að stinga sér inní hestakerrunni og kom með góða hárflygsu af folaldinu til baka hróðug á svip.

Ég held að hún sé að safna sér í efnivið og einn daginn komi klónuð kynbótabomba framá sjónasviðið hehehehehe........

Ekki er enn hægt með vissu að segja til um litinn á folaldinu en líklega kemur þetta allt saman í ljós þegar að það gengur úr folaldahárunum.

Freyja er helst á því að um einhverskonar gló....???? lit sé um að ræða og er ég henni sammála.

Það var vel tekið á móti okkur á Álfhólum enda ekki við öðru að búast.

Nóg var að gera á bænum þeim skal ég ykkur segja!

Ef Sara var ekki á harðaspani útí mýri (berbakt:)að ragast í hrossum þá var hún að sýna söluhross,tala í síma og ekki urðum við sko útundan en við fengum sko einkashow en hún lagði á hann Dimmir og fengum við að sjá kallinn í reið.

Dimmir og Sara á yfirferðatölti.

Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með hann en þessi hestur er það sem allir þyrftu að eiga í sínu hesthúsi.

Góð og hrein gangskil,viljinn bara einsog knapinn vildi hafa hann en það er nokkuð sem vert er að sækjast eftir.

Hann ólmaðist áfram á yfirferðartölti,brokki og skeiðsprett fengum við að sjá og svo það næsta sem maður sá (á heimleið)var að Sara kastaði taumnum frammá makkann á honum og Dimmir fetaði þetta rösklega en yfirvegaður áfram.

Bara allur pakkinn og nú vonar maður að Dimmir nái að búa til eitthvað skemmtilegt með henni Toppu gömlu.

Efast nú ekki um það en þau afkvæmi sem til eru undan henni eru öll tamin 7 að tölu (fyrir utan litluna sem er númer 8) og öll alveg prýðis reiðhross.

Sara var nú ekki ein við vinnu á Álfhólum en þarna voru staddar mæðgur sem okkur fannst alveg brillera við það sem þær voru að gera.

"Svo heldur maður bara fast í taglið Ransý!

Nefnilega halda hryssu á húsi.Við fengum þessa líka fínu sýnikennslu hjá henni Rósu sem lék á alls oddi og var gaman að fylgjast með þessu .

Snót og Yrja Prinsdætur í Reiðholtinu.

Klukkan var orðin ansi margt þegar við lögðum af stað heim en við komum aðeins við í Reiðholtinu en hrossin voru upp við veg og um að gera að heilsa uppá þau sem snögvast.

Þokki ofurfeitabolla ásamt vinum.

Allir þar með tölu og falleg á líta enda nóg að bíta og brenna í Reiðholtinu.

Semsagt algjörar feitabollur!

Farin á hestbak útí góða veðrið!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1334
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537714
Samtals gestir: 57197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:32:11