Allt á fullu í sölu á folöldum og renna þau út einsog heitar lummur. Bara gaman að því og skemmtilegt að fá aftur kaupendur til sín sem eru ánægðir með það sem héðan hefur komið.
En að öðru sem heitir Landsmót.
Ég þakka bara pent fjölmiðlum sem eru að standa sig heldur betur vel og þar finnst mér hestafréttir.is standa uppúr enda með framúrskarandi fréttaflutning og alltaf eitthvað nýtt í fréttum á sinni forsíðu hvað sem maður kíkir þar oft inn á dag.
Ég hreinlega gleypi í mig hvert orð af skjánum og hverja mynd sem þar er. Gott fyrir þá sem heima sitja og komast ekki frá bústörfunum.
Á Lm er hryssa okkur tengd en það er hún Dögg frá Hellu sem er undan henni Heilladís frá Galtanesi sem ég stundum kalla LM Sokku en hún var líkt og dóttir sín er í dag í barnaflokki á LM.
Dögg frá Hellu ásamt knapa sínum .
Það er virkilega gaman að fá fréttir af henni og ekki síður skemmtilegt að fá senda glænýjar myndir af henni og knapa hennar sem er að standa sig frábærlega vel á hryssunni.
Mona Kensik er stödd á Hellu með cameruna sína og er að taka myndir af flestum börnum/unglingum/ungmennum og setur seinna á netið á sölu til útprentunar.
Hávi litli bróðir Daggar í veðurblíðunni.
Ég var að skoða folöldin í dag og náði í rassinn á honum Háf Heilladísarsyni og viti menn,hann er ekki litföróttur og nú er ég með þá 99% öruggt að hann er undan Dímoni Glampasyni.
Það er svo margt sem bendir til þess hvað varðar bygginguna.Hér voru tveir Dímonarsynir gestkomandi með mæðrum sínum sem voru að hitta Hrók og má segja að þeir séu ansi líkir honum Hávi.
Ég fékk sendar myndir frá Sigrúnu í Danmörku en hann Óðinn Hróksson var að verða pabbi og eignaðist hann myndarinnar strák.
Falegur Óðinssonurinn og liturinn spez .
En við Sigrún erum að furða okkur á því hversvegna hann er með hálfhring eða vagl í auga???
Þetta getur ekki verið folaldablámi!
Ég verð nú að viðurkenna það að ég trúði ekki alveg henni Sigrúnu minni í símanum og taldi þetta vera folaldabláma í auganu í folaldinu en það getur átt það til að rugla fólk í ríminu fyrst þegar að þau eru nýfædd.
Eina ferðina enn verð ég að biðla til ykkar þarna úti og nú spyrjum við Sigrún,hvernig má það vera að augað í folaldinu virðist vera með vagl eða hring að hluta til þegar að hvorugt foreldrið er þannig????
Faðirinn er Óðinn (brún/litföróttur með stjörnu) undan Hrók (dökkjarpur)og Eðju (móvindótt/litförótt).
Móðirin Vök frá Víðivöllum fremri (rauðtvístjörnótt) undan Gaum frá Sveinatungu (Moldvindóttur) og Rót frá Víðivöllum fremri (brún).
Hryssan komst ekki nærri neinum öðrum stóðhesti og er að kasta á réttum tíma.
Fljótlega fæ ég sendar myndir af Dímonarsyni/dóttur en Sigrún er með jarpvindótta hryssu sem komin er á steypirinn eftir hann .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.