Folöldin dafna og stækka og stækka enda vorið búið að vera með eindæmum gott fyrir ungviðið að koma í heiminn.
Og enn bætast hryssur hjá Hrók og eru þær orðnar 18 talsins,þaraf gestahryssur 8 talsins.
Skrautleg gestahryssa sem er búin að lofa fallegum lit næsta vor .
Þær eru reknar saman við stóðið hver á fætur annari og mikil hamingja hjá þeim þegar að þær eru byrjaðar í hestalátum og átta sig á því að það er þarna einn með öllu og láta hann Hróksa ekki í friði þá.
Hann passar vel uppá það að hann fái hvíld á milli og neitar þeim óspart um þjónustu sína þegar að honum finnst nóg komið.Enda er hann ekki að setja í þær "just for the fun of it"bara þegar að mestar líkur eru á að folald verði til.
Um daginn sá hann við þeim en þá voru tvær mjög aðgangsharðar við hann og lallaði hann sér þá bara inná tún og lagði sig en skildi þær eftir niður á bakka og var rafgirðingin á milli þeirra hehehehehehe...... Þarna héngu þær og mændu á hann græðgisaugum en hann svaf bara vært og hvíldi sig sá gamli.
Nú eftir góðan svefn og kærkomna hvíld stóð minn upp og æddi af stað með miklum látum endurnærður á líkama og sál og afgreiddi dömurnar niður á bakka.
Það er gaman að fylgjast með öllum þessum folöldum sem eru undan þremur stóðhestum og það fer mest fyrir Stællsdótturina henni Sæludís Sokkudísardóttur.
Sokkudísar-Stælsdóttirin á harðahlaupum.
Það er enginn smá kraftur í henni og hún getur alveg endalaust hlaupið og leikið sér daman.
Ef hin nenna ekki að hlaupa með henni þá bara hleypur hún um af krafti alein og þarf sko ekki á neinum leikfélögum að halda.
Hraunsbræður eru miklir vinir .
Dímonar synirnir frá Hrauni halda sig voðalega mikið saman með mæðrum sínum og sprella í kringum þær á milli þess sem þeir kljást hvor við annan.
Þetta eru alveg svakalegir boltar enda snemmfæddir og mæðurnar hinar mestu mjólkurkistur.
Óðins afkvæmið hún Himinglæva er ennþá voðalega ný en hún er dugleg að hlaupa í kringum móður sína á löngu köngulóar leggjunum sínum.
Himinglæva og Litlu Lappar-Hróksdóttir að kljást.
Ég er enn að furða mig á því hvernig hún Stórstjarna kellingin gat komið með svona langleggjað og fótahátt folald!?
Hávi Heilladísarsonur að sperra sig í veðurblíðunni.
Palli að safna gögnum á cameruna sína.
Páll Imsland kom hér um daginn og var eins og alltaf mikið skrafað og pælt um liti og erfðir þeirra.Mikið gaman að fá hann í heimsókn og spjalla um hinar og þessar ættlínur en kallin er hreint út sagt hafsjór af fróðleik um ættir .
Við skelltum okkur norður um daginn og tók ég myndir fyrir vin okkar Val í Víðihlíð en hann er með nokkrar vel ættaðar hryssur í folaldseignum og hér er gullfalegt vindskjótt merfolald sem stakk mig verulega .........
Til sölu/for sale this great looking marefoal!
Flott vindskjótt merfolald. Sætust þessi dama. Kattliðug sú stutta. Andlitsfríð.
M:Depla frá Þórunúpi
MF:Sleipnir frá Vindási MM:Þruma frá Þórunúpi
F:Lykill frá Varmlandi
FF:Tígull Gýgjarhól FM:Síða frá Halldórsstöðum
Þetta fallega vindskjótta fer um á flottu tölti og sýnir brokk líka. Hún er til sölu á 100.000-
Hafið samband við Val í síma GSM 895-5300
Nú ef þið eruð eitthvað feimin þá hafið þið bara samband við mig í staðinn hehehehe......
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.