Heimasíða Ásgarðs

10.06.2008 03:01

Folalda nöfn óskast/úr Goðafræðinni:)

Fórum í höfuðborgina í dag til að versla fóður og ýmislegt fyrir skepnurnar á bænum.
Ég keypti Vítamín fötu fyrir hrossin en það verð ég að viðurkenna að ég hef ekki gert það áður.

Hef látið saltsteina nægja í hagann og hana nú.
Ekki fannst mér þau vera neitt sérstaklega spennt fyrir fötunni eða innihaldi hennar en flest smökkuðu þó en síðan röltu þau bara aftur útí hagann að kroppa í sig grængresið.

Hrókur er iðinn við merarnar en það virðast bara vera tvær að ganga og þær ganga hreinlega endalaust!
Eða honum finnst það gamla "manninum:)

Það er alveg sama hvað hann reynir að skipta sér á milli þeirra en hann hefur þann háttinn á að æða skyndilega af stað og hneggja hátt og snjallt einsog hann sé að spyrja"vill einhver af ykkur dömunum dr...tt???

Ein jörp og ein svört æða þá á móti honum og enn er barist um hver nær að fanga athygli hans í það skiptið.

Hrókur í hvíld á milli verka .

Ég bætti á hann 4 hryssum um daginn og var gaman að sjá hann taka á móti þeim.

Það er nóg að kalla nafnið hans og þá veit hann hvað er að ske!

Nýjar dömur að koma í hólfið hans........jibbý!

Hann kom hlaupandi og ég sleppti merunum niður á tún og hann var fljótur að átta sig á því að 2 þekkti hann vel og 2 voru nýjar.

Ein af þeim þekkti ekki alveg réttu leiðina niður á bakka en hann sýndi henni þolinmæði og stuggaði henni rólega í rétta átt.

Eina sem er leiðinlegt við að bæta inn nýjum hryssum á hann í hólfið er að horfa uppá hvað hinar merarnar sem fyrir eru geta verið leiðinlegar við þær nýkomnu.

En allt róast þetta nú og eftir smá stund þá hættu gömlu breddurnar að eltast þetta og fóru að sinna sínum hugðarefnum,nefnilega að éta og éta:)

Mér finnst ég hafa misst af stórum parti í sumar en við vorum á rölti niður í fjöru í gær og okkur krossbrá þegar að við sáum Æðarfugl með fullt af ungum í flæðarmálinu!

Hvernig má þetta vera! Rosalega hefur fuglinn verið snemma í ár að koma upp ungum!

En sætir eru þeir vaggandi í sjónum undir verndarvæng mæðra sinna .

Hér eru í gangi rannsóknir á Kríunni og getur hún sagt mikið til um það sem er að ske í sjónum í kringum landið og þá varandi Sílið sem hún lifir á.

Ég öfundaði hreint ekki manninn sem er hér við rannsóknir hjá okkur þegar að hann fékk að fara inní aðalvarpið hjá okkur!

Sá kom goggaður og útskitinn EN alsæll til baka því þetta lítur bara mjög vel út í ár að hans sögn.

Mikið af Síli greinilega sem segir manni það að nóg æti er í hafinu í kringum landið og er það einn stór hlekkur í fæðukeðju margra fiska sem við byggjum afkomu okkar á.

Í kvöld komu hér tvær flottar tíkur í heimsókn.Þær eru af Terrierkyni sem lætur best að eltast við Mink og fást þessar tíkur gefins á góð heimili.

Eigandinn og ræktandinn hann Palli í Norðurkoti svarar í síma 698-4784 fyrir þær .

Nú þarf ég að finna nöfn á folöld sumarsins en við höfum haft þann háttinn á að nota nöfn úr Goðafræðinni.

Hér eru þau fyrstu sem eiga að fara á sölulistann.

Dúfa frá Ásgarði.
Litförótt merfolald undan Eðju frá Hrísum og Hrók frá Gíslabæ.

Ofsalega flott folald sem ég varla tími að selja.

Himinglæva frá Ásgarði.
Rauðblesótt merfolald (gæti orðið litförótt) undan Stórstjörnu frá Ásgarði og Óðinn frá Ásgarði.

Sama folald,ekkert smá lappalöng og flott byggð.

Hávi frá Ásgarði.
Gullfallegt hestfolald undan Heilladís frá Galtanesi og Dímoni Glampasyni.

Sama folald.
Endilega hjálpið mér að finna nöfn hið fyrsta svo hægt sé að auglýsa þau í söludálkinum með nafni en ekki NN.

Þartil næst,fariði vel með ykkur dúllurnar mínar .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536144
Samtals gestir: 57137
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 20:42:04