Heimasíða Ásgarðs |
||
31.05.2008 23:55Öll Hróksafkvæmi fæddÞað má með sanni segja að Hrókur hefur ekki verið lengi að fylja hryssurnar í fyrra því öll afkvæmi hans í ár litu dagsins ljós núna í Maí. Verð nú samt að viðurkenna það fyrir ykkur það að klárinn var settur í hryssurnar 1 Maí í fyrra þannig að það er kannski ekki skrítið að folöldin fæðist snemma. En hvað um það,klárinn bíður spenntur að hitta dömurnar og átti að setja hann í þær á morgun en það tefst aðeins vegna þess að ég var búin að gleyma því að ég var búin að lofa klárnum því að láta heilbrigðisskoða hann og tryggja í ár fyrir vertíðina. Hann er nú einu sinni búinn að fá slæmt spark í "litla Hrók"þannig að blæddi mikið úr en sem betur fer þá greri það fínt og hefur ekkert háð honum. Og vinurinn er teinréttur og ekki þarf að stýra fyrir hann líkt og þá stóðhesta sem ekki voru svona lánsamir eftir spark í vininn. 24 maí Skrámu/Hróksdóttir í góða veðrinu. Skráma hennar Möggu kastaði um daginn gullfallegri háfættri hryssu undan Hrók.Innilega til hamingju Magga með flottan grip:)Nú sama dag kastaði Tinna hennar Möggu hestfolaldi undan Stæl frá Neðra Seli. Hann er virkilega spennandi á litinn en okkur sýnist hann vera einhvernveginn bleikálóttur eða ljósmóálóttur með sokka á minnsta kosti þremur fótum. Það er erfitt að sjá sokkana en þeir koma betur í ljós þegar að hann fer að fella folaldafeldinn. Þess má geta að Stæll er líka faðir hennar Sæludísar Sokkudísardóttur sem Sabine á en hún er jarpsokkótt á öllum fótum! 28 Maí Frestingar/Hróksdóttir að teygja sig eftir lúr. Freisting hans Hebba kastaði bikasvartri hryssu undan Hrók með stóra stjörnu í enni.Hún var ekki lengi að koma sér á fætur og ekki var hún þornuð þegar að hún var farin að hlaupa í kringum mömmu sína.Enginn smá kraftur í henni og gaman að sjá hlaupagleðina í henni en sú stutta er alveg óstöðvandi. 29 maí Litla Löpp var alveg að fíla folaldið sitt í grön Litla Löpp kastaði einlitri jarpri hryssu undan Hrók.![]() Það munaði ekki miklu að við Magga og Inga sæjum það þegar að hryssan kastaði en við vorum einhverjum mínútum of seinar. Það er gaman að fylgjast með ungviðinu standa á fætur og leita eftir spena með ylvolgri mjólkinni.Ég tala nú eki um broddinn sem er þeim lífsnauðsynlegur. Oft langar manni að hjálpa en það er alveg bannað en það getur ruglað folöldin í því hver hin raunverulega móðir þeirra er og farið að elta manneskju í stað móður sinnar. Heilladís frá Galtanesi uppáhaldið mitt er hreinlega að springa. Þá eru bara 3 hryssur ókastaðar í Ásgarði og eru þær allar fylfullar við Hróksyninum Óðinn frá Ásgarði sem er brúnstjörnóttur litföróttur undan henni Eðju frá Hrísum sem er móvindótt litförótt.Það verður ekki langt í að þær kasti og ekki langt á milli þeirra heldur. Allar byrjaðar að stálma verulega vel og nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel hjá þeim sem ég reyndar efast ekki um. Lítill "áburðardreifari" á flugi. Ég var að leika mér að taka myndir af litlu "áburðardreifurnum mínum" Kríunum um daginn.Alveg mesta furða hvað þær tókust vel og er ég bara pínulítið montin með þær.Krían skiptir okkur verulegu máli hér og gott er að hafa hana niður á túni og inná stykkjunum sem beitt eru á haustin en Krían ber alveg svakalega vel á túnin svo þau verða iðagræn og spretta vel. Ef hún fær að vera í friði þá líka er hún ekki að verpa nærri íbúðarhúsinu og truflar okkur þarafleiðandi ekki neitt. Það versta sem hægt er að gera er að láta fólk óáreytt inná landareigninni við eggjatínslu því þá færir hún sig bara nær húsinu okkar og þá er nú ekki gott að hengja út þvott eða bara ganga um hlaðið. Það eru nefnilega ekki margir sem átta sig á því að Krían verpir allt að 5-7 sinnum ef alltaf er tínt undan henni og það segir sig sjálft að ungar sem koma seint úr eggi eru skildir eftir um haustið og veslast bara hér upp og þeir sem ekki deyja úr hungri gleypir mávurinn lifandi og það er ekki gaman að horfa uppá það. Hingað kom ung stúlka frá Háskóla íslands og fékk leyfi hjá okkur að fara niður í tún í sumar til að rannsaka Kríuna og hvernig henni reiðir af með varp og unga í ár. Það er orðið vinsælt að koma til okkar og skoða varpið og rannsaka það en Náttúrufræðistofa Suðurlands hefur sent hingað fólk síðustu árin til þess. Við höfum bara gaman af því en síður gaman að þeim sem vaða hér í óleyfi yfir girðingar og ræna hana eggjunum. Það voru hér unglingar um daginn að ræna eggjum af Kríunni og óðu hér yfir girðingar og stukku svo einsog byssubrenndir inní bíl þegar að þeir sáu okkur koma keyrandi og reykspóluðu í burtu. Ég er farin að taka niður númerin á bílunum að beiðni Lögreglunnar og hér ætla ég að birta númerið á blogginu ef það skildi verða til þess að þessir eggjaperrar hætti að koma og ræna eggjum sem þeir nota svo til að grýta í bíla og hús. Ég veit það fyrir víst að þeir borða þau ekki eða það hefur verið reynslan undanfarin ár. Þessi bíll var af tegundinn Pajero dökkgrænn MY 286. Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is