Folöldin fengu aldeilis kennslustund hjá okkur Möggu í fyrrakvöld.
Ekki vorum við alveg einar við þá vinnu en Hrókur aðstoðaði okkur töluvert og létti mikið fyrir okkur með kröftum sínum.
Það er alveg frábært að hafa hest sem er traustur og stabíll til að hengja utaná svona spriklandi ungviði.
Eins gott að vera búinn að handleika þau áður en þau fara í stóra hagann í sveitinni.
Það skeði nefnilega í fyrra að það fóru trippi héðan í stóru sveitina sem voru ekki alveg fullunnin og fékk maður að kenna á því í haust og vetur.Ekki gaman að eltast við þetta í "aðeins"100 hektara stykki!
Þau sem voru frumunnin í fyrrakvöld voru þau Embla,Hefring,Sleipnir og Týr öll sömul undan Hrók og var pabbi gamli bara hinn ánægðasi með barnahópinn sinn .Svei mér þá ef hann var ekki bara stoltur með þau.
Embla Hróksdóttir með pabba gamla.
Embla Hróks var í hestalátum og sést það vel á fermingar"bróður hans Hróksa sem gægðist út hehehehehe........
Sleipnir Hróks setti allt í bremsu svo pabbi gamli varð að taka á sínum stóra. Hrókur fékk verðlaun eftir dugnaðinn við uppeldið á börnunum sínum.
Tvö í viðbót fengu líka að dingla utaná honum en það voru þær Skutla og Kátína.
Kátína Rösk/Illingsdóttir stóð sig mjög vel utaná og fylgdi nánast átakalaust með.
Bara minna á að Hrókur verður settur niður á tún í hryssurnar þann 1 Júní og eru gestahryssur velkomnar til hans þó hann sé kominn í stóðið.
Þær eru nokkuð margar sem eru búnar að panta hjá honum og hlakkar hann mikið til að sinna þeim .....Skrítið ????
Allt um Hróksa kallinn er að finna hér fyrir ofan undir STÓÐHESTAR:)
Við fengum góða einkunn um daginn eftir Knapamerkja námskeiðið í vetur hjá henni Sigrúnu Sigurðar.
Við fengum tæplega 9 í (meðal)einkunn fyrir verklega kaflann og segi ég að klárinn eigi aldeilis stóran þátt í þeirri einkunn því hann er allur af vilja gerður að þóknast knapanum.
Bóklega einkunin hefði líklega verið hærri ef ég hefði fengið hjálp frá klárnum við lesturinn líka hehehehehe.....
En við náðum þessu öllu saman þrátt fyrir að seinna bóklega prófið hafi verið mjög erfitt og alltof naumur tími sem okkur var skammtaður til að svara öllum spurningunum í prófinu!
Ég sem var að óttast það í vetur að þurfa að skipta um reiðhest á námskeiðinu en ég var hrædd um að trufla kannski hina nemendurnar með því að mæta á fullorðnum stóðhesti.
Ekki aldeilis og má ég bara vera stolt af okkur báðum og er það.(Ein að klappa sér á bakið hnéhné .
Blogga ekki aftur fyrren eftir marga daga elskurnar mínar!
Heyri ég "dæs ........frá einni í Bændahöllinni hehehehehe......
Er að fara í hörku hestaflutninga og þeir sem eiga hér hross útí í rúllu/beit mega fara að huga að því að týna þá heim eða hvert sem þeir blessaðir eiga að fara eftir vetradvölina hér í Ásgarðinum í vetur.
Ég miða við 1 Júní en það eru víst komin græn grös um mest allt landið . Knús til ykkar allra .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.