Engin folöld að fæðast í augnablikinu og kannski bara gott því veðrið er hundfúlt til myndatöku þó hlýtt sé.Rok og rigning og ekkert gaman að fara niður á tún að taka myndir af nýjustu folöldunum.

Má bjóða þér einn snöggan Toppa mín?
Glófaxi stendur sig einsog hetja í merunum og fyllir á þær reglulega sem það vilja.
Ég bjóst nú við því að hann myndi missa einhver kíló við þessa iðju sína fyrstu dagana en það haggast ekki á honum holdin stráknum.
Hann fær nú reyndar að hafa hesthúsið opið með tuggu í stallinum á meðan það er svona mikið rok en það er ekki viðlit að setja út rúllu,heyið fyki bara á haf út.

Alveg finn ég það á mér að þær eru eitthvað að bralla merarnar mínar niður á túni!
Hrókur er inni og bíður spenntur að fá að taka við hryssunum niður á túni en það fer að styttast í að Glófaxi fari aftur uppí stóðhestahús og Hrókur fari niður á tún í staðinn.
Þær sem eru fengnar við Glófaxa eru þær Skjóna mín,ein gestahryssa,Sokkadís er alveg að fara að ganga og svo gæti hún Eðja náð að fá hann Glófaxa til við sig áður en hann fer aftur uppí hús.
Ég bara hlýt að fá eitt stykki hryssu undan klárnum næsta vor og er ég voðalega spennt að sjá hvort úr þeirri ósk minni rætist.
Flottur litur verður það ábyggilega því að Glófaxi fær eingöngu hryssur í lit undir sig.

Hrókur og Freisting að sinna kalli náttúrunnar í fyrra.Sonur þeirra Sleipnir fyrir framan.
Þeir sem hafa hug á því að koma hryssu undir Hróksa í sumar endilega hafið samband við mig í netfangið herbertp@simnet.is eða hringið í síma 869-8192 Ransý svarar fyrir Hrók
.
Klikkið á stóðhestar hér fyrir ofan til að fá fleiri upplýsingar um Hrók.
Tek það fram að það skiptir ekki máli þó klárinn sé kominn í merarnar,hann tekur glaður á móti þeim og fylgir þeim kurteislega í stóðið sitt.
Ég er að verða alveg snar á því að geta ekki tekið myndir úti vegna veðurs.

Sleipnir Hróksson frá Ásgarði.
Skellti samt camerunni um hálsinn og fór með hana útí stóðhestahús og tók myndir þar af folöldunum þegar að þau voru búin að sprella úti og komu inní matinn sinn.

Týr Hróksson frá Ásgarði.

Kátína frá Katanesi.
Á morgun er ætlunin að temja þau sum hver pínulítið áður en þau fara í sumarhagana.
Eins gott að maður nái þeim aftur í haust og þau kunni að teymast.