Heimasíða Ásgarðs

16.05.2008 02:26

Hermína borin og hestagestir:)


Hermína bar loksins síðastliðinn 5 maí tveimur bráðmyndarlegum gimbrum.Sama dag kom Fjármálastjórinn minn hún Valgerður á Hrauni ásamt fylgdarliði og nú var ætlunin að kenna okkur að marka gibburnar okkar og setja í eyrun fínu löglegu eyrnamerkin svo allt verði nú ekki vitlaust hjá Sýslumannsembættinu.

Þetta gekk allt saman bráðvel hjá mér eftir góða tilsögn og ég var farin að marka alveg á fullu nýja markinu okkar sem er Heilhamrað hægra,umskorið vinstra........úppssss.....biti framan vinstra vildi ég hafa sagt .
Eitthvað þurfti bóndinn á bænum að hjálpa til við þetta og hélt ég á tímabili að ég fengi eitt stykki merki í mitt eyra en kallinn þarf að fá sér ný gleraugu hið fyrsta eða minnsta kosti fyrir næstu mörkun.

Allt hefur gengið vel í sauðburðinum fyrir utan að við misstum eina kind en undan þessum 8 skjátum okkar fengum við 15 lömb.Við ættum ekki að svelta næsta vetur:)
Annars er það reglan að setja allt á þartil að hausta tekur þá endurskoðum við þetta allt saman.

Krían kom 7 Maí og það leið ekki langur tími þartil hún var sest á túnin og farin að stíga trylltan dans en kallinn verður að færa kerlu Sandsíli ef hann á að fá eitthvað do do......

Ég náði þessari mynd í gengum traktors gluggann af karli að gera hosur sínar grænar fyrir kerlu en við Busla vorum að slóðadraga og mátti ekki miklu muna að þær lentu í slóðanum svo mikill dans var stiginn.

Busla voðalega hátíðleg yfir þessu öllu saman.

Óskýrður Skjónu/Hróksson.
Svona í leiðinni kíkti ég niður á bakka til hryssnanna og var alltílagi með alla og folöldin tvö sem komin eru frísk og kát.
Bakkinn er óðum að grænka og verða flottur en þær hafa líka rúllu sem þær narta í inná milli grænu grasanna.

Annars eru hrossin farin að svelta sig fyrir nálina og fara illa með heyið sem liggur í haugum og gulnar bara í góða veðrinu.Þau taka bara það besta úr og skilja hitt eftir,ég myndi líka gera það á þessum árstíma ef ég væri hross.

Gunnhildur á jörpum og Ólöf á brúnni hryssu.

Ólöf þarf ekki hnakk en hjálm notar hún .
Það hefur verið skemmtilegur gestagangur hér síðustu tvo daga en þær stöllur Sunna Sigga og Ólöf komu í fyrradag ríðandi frá Mánagrund og í gær aftur og með þeim var líka hún Gunnhildur.

Sunna Sigga á rauðum gæðing.
Reiðvegurinn á milli er víst alveg snilld að þeirra sögn og nú verð ég að fara að prófa færið en fyrst væri nú gott að pota skeifum undir klárana.

Ekki þótti nú klárunum þeirra neitt leiðinlegt að komast á grænt og sprella svolítið fyrir okkur áður en þeir gáfu sig allan í kroppið.

Glófaxi notaður sem barnastóll,Gígja á öðru ári og Glófaxi 3 vetra.

Í dag var ég mest bara að leika mér í bænum en ég fór með honum Glófaxa vini mínum og Sillu inní Víðidal til að smella af honum nokkrum myndum og vera viðstödd þegar að fékk sinn fyrsta byggingardóm.
Allt gekk þetta bráðvel og dómurunum leist bara vel á gripinn enda bráðhuggulegur foli þarna á ferð með einstakt geðslag.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1298
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593934
Samtals gestir: 59696
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 03:54:05