Sauðburði að verða lokið á þessum bæ og komin 10 lömb í heiminn.Enn er von á fleirum samt sem áður en Hermína er einsog skrímsli í laginu en ekkert bólar á lömbunum hennar enn. Ein kindin hjá okkur varð veik um daginn og hélt dýralæknirinn að hún hefði verið barin svona illa af annari kind en hún varð hölt og á endanum lagðist hún niður. Henni voru gefnir sterar og sló það verulega á verkina en hún missti nú ekki matarlistina sem var í góðu lagi. Svo í fyrri nótt þá loksins kom að því að hún færi að bera. Fyrst kom lítill hrútur í heiminn ansi sprækur.
Hrússi litli karaður í bak og fyrir.
Svo kom stór dama sem var ekki alveg á því að lifa og var hún ekki með miklu lífsmarki og vildi ekki anda til að byrja með.
Mér leist ekkert á dömuna því hún var "löt" að draga andann og vildi ekkert gera nema liggja flöt og fjara út.
Ég útbjó grind til að lyfta kindinni upp svo hægt væri að koma henni aftur á lappirnar.
Hrússi litli var fljótur að koma sér á spenann og teigaði í sig broddinn á meðan mamman stóð upprétt og drakk og át.
Kindin var ekkert nema hamingjan með þetta allt saman og drakk og át hey og kumraði af og til ánægju kumri yfir afkvæmum sínum.
Í þessu var ég að brasa alla nóttina og það var ekki fyrren klukkan var að verða 06:00 um morguninn að ég gafst uppá að koma lífi í gimbrina útfrá sem var að kólna upp og vafði hana inní handklæði og fór með hana með mér heim.
Hún var sett upp við ofninn í eldhúsinu og sneri ég henni reglulega við svo hún hitnaði nú um allann kroppinn.
Útbjó svo lítið "fangelsi"við ofn í stofunni og ákvað það að nú væri ég búin að gera allt sem ég gæti og nú yrði sá uppi að ráða för.
Nú næsta morgun þá vaknaði Hebbi upp við jarm og trítl á parketinu í stofunni og var þá ekki daman vöknuð glor soltin!
Vel spræk og ákvað að lifa hún Lukka .
Einhvern veginn hafði henni tekist að brjóta sér leið úr aðhaldinu og var farin á flakk um allt.
Eftir volgann sopa af mjólk þá dreif ég mig með dömuna útí fjárhús svo hún gæti fengið mömmu sína aftur en er þá ekki kindin steindauð í stíunni!
Þannig að nú eru komnir tveir heimalningar í Ásgarðinn sem heita Lukka og Láki.
Spánska sporið hva.....Höfum það íslenska sporið .
Stóðhestafréttir eru þær helstar að hér er étið,leikið og sprellað þvílíkt enda vor í lofti.
Setti alla stóðtittina út með Hrók um daginn og nennti hann nú ekki að sprella mikið enda orðinn 10 vetra nú í vor og svoleiðis höfðingjar eru nú ekki að eyða orkunni í áflog heldur geyma sína krafta handa hryssunum í sumar.
Glófaxi og Heljar að tuskast. Gefstu upp Pálmi?
Heljar Ögrasonur/Glampasonar. Pálmi Silfrasonur.
Ég er með tvo titti heldur glannalega blésótta þá Heljar og Pálma og ég er ansi hrædd um að ég sé búin að týna eigandunum að þeim! Deidre Pierce"ef þú lest þetta endilega hafðu þá samband við mig. Eða ef einhver veit eitthvað um hana Deidrie þá endilega hafið samband við mig eða getur sagt mér hvað hægt sé að gera þegar að maður hreinlega týnir eiganda hrossa sem maður geymir. Er búin að reyna að senda henni netpóst en fæ ekkert svar.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.